Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 11

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 11
ÚR BRÉFUM SVEINS LÆKNIS PÁLSSONAR 11 dótturdóttur Skúla landfógeta Magnússonar. Þá var hún 19 ára og hann 33ja. Reyndist hún hinn mesti búforkur, og hvíldi búskapur allur að miklu leyti á hennar herðum. Segir Sveinn, að „samvera þeirra, þó ólíkt væri í mörgu lundernið, það allra inndælasta hugsast kann hér á jörðu“.3 Þau eignuðust 15 börn, en 10 komust á legg. Tvo syni misstu þau voveiflega. Eins og að ofan segir, kom Sveinn til landsins 1791 og ferðaðist fyrir styrkinn fram til 1794 og sendi utan jafnóðum allar niðurstöður. Hann hafði gert sér von um framhald styrksins, en hún brást. Hann var ekki skipaður fjórðungslæknir fyrr en 4. október 1799, en hafði alla tíð stundað lækningar. Hann var skipaður yfir Árness-, Rangár- valla-, Vestur-Skaftafells- og Vestmannaeyjasýslur, var auk þess sóttur austur á fjörðu og til Reykjavíkur. Fram að þessu hafði hann verið embættislaus bóndi, eins og hann sjálfur segir. Nú varð hann illa launaður læknir með alls 66 rd. árlegum launum, sem þótti „sára vesælt og ekki viðurværilegt í svo stóru og yfirferðarbágu distrikti“, þar sem bjuggu rúmlega 12 þúsund manns, og var umdæmið annað mannflesta á landinu. Efnalega varð hlutur hans alla tíð rýr, raunar fátækt. „Hann mátti til að róa sér vertíðarhlut á Grund undir Eyja- íjöllum hvern vetur, þó oft yrði stopult vegna sjúklinga aðkalls“.4 Embættisbústað, sein átti að fylgja starfinu, var hann svikinn um á annan áratug. Leitaði hann hvað eftir annað úrlausnar, en án ár- angurs. Loks frá upphafi árs 1816 fengu fjórðungslæknarnir bætt laun sín, og fékk Sveinn 300 rd. r.s. í árslaun. Hálf jörðin Vík var honum „frí gefin nokkru áður“.5 Tillögur hans um sjúkrahús fengu enga áheyrn. Sjúklinga varð hann alltaf að hafa heima um lengri eða skemmri tíma. Frægastur hefur Sveinn Pálsson orðið af upp- götvunum sínum og athugunum á náttúru Islands, einkum að hann skýrði hreyfingu skriðjökla og áhrif þeirra. En margar aðrar merkar athuganir gerði þessi ofurnæmi skoðari náttúru og mannlífs og sumar hafa vísindamenn ekki sannreynt fyrr en eftir 1930.6 Rit sitt um jöklana fékk hann ekki birt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir (sjá hér síðar). Annars hefði nafn hans hlotið heiðurssess í sögu jarðfræðinnar. Á rannsóknarferðum tókst Sveini að komast yfir þrjá fjórðunga landsins og skrifaði þykka doðranta um athuganir sínar. Hann var brennandi í andanum til dauðadags. Hann var afburða vatnamaður í mesta vatnahéraði landsins og seildist til að ferðast einn, ef hann kenndi sér ekki lasleika. öll hegðun þessara hættulegu vatna virtist honum opin bók. í vetrar- og öræfaferðum er hann jafnótrauður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.