Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 28
28
ÚR BRÉFUM SVEINS LÆKNIS PÁLSSONAR
vídast, hvad jeg þó ætla orsakast muni af Hafísum og þurkum meira
enn eldunum.
Nú er allt vaknad í kríngum mig og úti fridurinn. Af mier er fátt
ad segia nema jeg lifi vid þad gamla, nockru betr þó í mörgu enn
jeg hef til unnid, verr í því sem jeg þykist eiga skilid, og þessu giet
eg aldrei saman komid, þó er revera4 — held eg — Peníngaleysid
hier verra enn í hönd farandi fiskileysi; betr jeg lýgi! Simonsen mun
vera farinn ad lietta, og því verdurdu ad forláta mier þessa mælgi,
sem af heilum hug afhendi þig med Familie og Professorati Gudi,
eins og besti vinr vildi giört gieta.
Sv. Paulson
Rigsarkivet, Kaupmannahöfn.
Bréfasafn Finns Magnússonar prófessors.
1 Gos í Kötlu 1823.
2 E. C. L. Moltke stiftamtmaður frá 1819—1824.
3 Magnús Stephensen dómstjóri.
4 í rauninni.
Til Bjarna amtmanns Thorsteinssonar, þá setts stiftamtmanns.
Viik, 22an Octobr 1823.
Velborni allerhöistærede Hr. Amtmann!
Þad var nær því eins og hnífr væri rekinn í hjartad á mier í Odda þ.
2. þ. m. þá Prófastur síra Steingrímur minn í erfi Oefiords1 sál.
afhendti mier pakkann, og bréf ydar af 28da sidstl. Sept., hvört
sídara jeg hier med skyldugast þacka. Til ógiæfu kom jeg mier ecki
til ad opna Packann fyrr enn heima, því jeg held ég hefdi sendt
ydur allt til baka, hefdi eg þar opnad. En nú skammast eg mín ad
(sic) því, enn fæ þó alltíd palpitatio Cordis2 og allra handa tilfelli,
þegar jeg huxa þar til. Jeg þarf ei annad enn renna þánka til hvad
Erichsen sál. hafdi þann isl(enska) Stýl í sínu valdi til gamalsaldurs,
og jeg ætti ad stýlfæra hans Vítam,3 sem svo er ordinn ridgadur í
öllu, sem eg siálfr best veit. Hingad til hef eg verid ad skilia mig
vid mitt verduga Sýslumanns embætti,4 og fyrst nú kémst eg til ad
fara ad blada í plöggunum. í millitid er þetta bref ydr revers fyrir,
ad ingredientia, adjuvantia og involventia5 m. m. til Conf(erens)
R(áðs) Erichsens Vitam eru hiá mier, og skulu óskémmd geimd vera
vetrarlangt, enn med hvörri férd sem fellur, og hvörn þrepskiöld eg