Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 44

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 44
44 HARALDUR SIGURÐSSON Jón prestur Matthíasson andaðist 1567, og kom þá til brauðs eftir hann ungur maður, aðeins 25 eða 26 ára. Þessi maður var Guðbrand- ur síðar biskup Þorláksson. Og voru nú kaflaskil í íslenzkri prentsögu skammt undan. Með honum er kvaddur til sögunnar sá maður, sem mest orðspor fer af og litríkastur varð í bókagerðar- og prentsögu landsins. Hann fæddist á Staðarbakka í Miðfirði eða Stað í Hrútafirði 1541 eða 1542. Hann kom ungur í Hólaskóla og lauk þaðan burtfararprófi 1559. Ári síðar hóf hann háskólanám í Kaupmannahöfn og lauk því á fjórum árum. Auk guðfræðinnar, sem sat í fyrirrúmi, hneigðist hann að stærðfræði og skyldum vísindum. Arngrímur lærði segir í ævi- minningu bískups, að hann hafi átt bækur helztu stærðfræðinga, stjarn-, landfræðinga og kortagerðarmanna aldar sinnar og við sumar þeirra gert athugasemdir með eigin hendi. Einhvern tíma á yngri árum gerði hann uppdrátt af Islandi, hinn fyrsta, sem fer nokkuð nærri lagi. Seinna gerði hann uppdrátt af löndunum í og við norðanvert At- lantshaf. Arngrímur getur þess einnig, að Guðbrandur hafi gert himinhnött eftir hnattstöðu íslands og byrjað á jarðlíkani, sem hann mun þó tæpast hafa lokið við. Síðbornar heimildir herma, að biskup hafi verið eitthvað kunnugur Tycho Brahe, hinum fræga danska stjörnufræðingi og bréf hafi f'arið á milli þeirra. En hafi þau bréf ein- hvern tíma verið skrifuð, hefur þeim ekki flotað gegnum aldirnar. Eftir heimkomuna var Guðbrandur rektor Skálholtsskóla um þriggja ára skeið, unz hann gerðist prestur á Breiðabólstað. Ekki átti hann þar langa setu, því að 1570 kvaddi konungur hann til biskups á Hólum, og hlaut hann vígslu vorið 1571 og sat stólinn til dánardægurs 20. júlí 1627. Ekki hafði Guðbrandur setið lengi á stóli, þegar hann gerðist um- svifamikill kirkjuhöfðingi. Siðaskiptin voru nýlega gengin í garð og menn almennt kaþólskir í huga, þó að skipt væri um ytra snið siðar að boði yfirvalda. Það varð því hlutskipti hins unga biskups að ryðja lútherskum rétttrúnaði braut að huga þjóðarinnar. Til þess skorti hann ekki konungsfylgi, glæsibrag, lærdóm né óbilandi dugnað. Þótt hann væri harður í horn að taka við andstæðinga sína og óvæginn í málsókn- um, gat hann stundum verið furðulega mildur og umburðarlyndur, ekki sízt við mannlegan breyskleika og taldi ástæðulítið að íþyngja prestaefnum um skör fram, þó að þeim yrði það á að „grípa til stelpu“. Sjálfum hafði honum orðið hált á slíku „gripi”, nálægt þeim tíma, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.