Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 47
BÓKAGERÐ GUÐBRANDS ÞORLÁKSSONAR BISKUPS
47
Ur Guðbrandsbiblíu.
Draumur Jakobs
(í fyrstu Mósesbók,
28,12—).
myndirnar muni allar vera erlendar. Sumar prentaðar eftir mynda-
mótum úr þýzkum biblíuprentunum, sem biskup hefur aflað sér, en
aðrar gerðar eftir slíkum myndum nokkuð breyttar. Jafnvel myndirnar
með fangamarki biskups telur Westergaard-Nielsen að séu gerðar er-
lendis. Frekar eru líkur til þess, að biskup hafi gert eitthvað af upp-
hafsstöfum, skreytingum eða bókahnútum. Ekki er það mál enn nægi-
lega kannað, þrátt fyrir athuganir Ellen Marie Mageroy á ýmsum
stílfræðilegum einkennum, sem henni þykja benda til íslenzkra hátta.
I Biblíunni sjálfri gerir Guðbrandur enga grein fyrir hlut annarra
manna í þýðingunni, og var hann þó ærinn. Hann hefur tekið upp
þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu, án þess að hrófla
við henni að ráði. Sama máli gegnir um ýmsar bækur Gamla testa-
mentisins, sem til voru í þýðingum Odds, Gissurar biskups Einarssonar
og jafnvel fleiri manna. Þeim hefur hann lítið breytt. Svo virðist, að