Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 52

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 52
52 HARALDUR SIGURÐSSON hugmóðsvísur, ef tækifæri gafst og einhver lá vel við höggi. En þrátt fyrir þetta er bókin merkilegt framlag af hendi Guðbrands biskups, en virðist hafa notið lítilla vinsælda, og ekki var hún endurprentuð fyrr en eftir 136 ár og þá nokkuð aukin nýrri kvæðum. Hér er ekki tækifæri til að gera fleiri af útgáfubókum Guðbrands biskups skil eða að geta þeirra frekar. Þær eru með fáum undantekn- ingum guðsorðabækur: predikanir, barnalærdómskver, bæna- og guðspjallabækur. Biskup átti sjálfur mikinn þátt í gerð þeirra og þýddi eða tíndi saman efni í nær þrjátíu bækur og kver, auk þeirra, sem áður eru taldar. Mér hefur talizt svo til, að enn séu kunnar 79 Hólabækur, er gefn- ar voru út á árunum 1575—1627. Sumt þeirra eru raunar endur- prentanir. Síðustu árin eru þær ugglaust gerðar í umsjá annarra manna, þegar biskup var orðinn veikur og örvasa. En að auki eru 30 bækur, sem mistraustar heimildir herma að hafi verið prentaðar á þessum árum, þótt þeirra sjái nú hvergi stað. Fátt er vitað um útbreiðslu bókanna og undirtektir meðal almenn- ings. Sumum þeirra var raunar svo farið, að ekki varð hjá því kom- izt, að þær væru keyptar af almenningi, svo sem barnalærdómsbækur. Um söluhætti er lítið vitað. Þó er talið, að biskup hafi að minnsta kosti stundum sent farandbóksala um landið. En aðallega munu prestar hafa annazt útbreiðslu þeirra í sóknum sínum, ekki sízt þeirra bóka, sem almenningur varð að kaupa. Biskup kvartar oft sáran yfir tregri bóksölu, sem jafnan hefur fylgt íslenzkri bóksölu og bókaút- gáfu. Þeim kvörtunum hefur því ekki linnt í fjórar aldir. í formála Vísnabókarinnar kveður Guðbrandur svo að orði: „Kunnugt er það góðum mönnum, að ég hefi um nokkur ár fengizt við að láta prenta kver og bæklinga, sem ég meinti, að til gagns og nytsemdar vera mætti einföldum og ófróðum. En hvað skeður? Þeir bæklingar liggja hér og fúna niður, nema það, sem ég gef í burt.“ Svo fast tókst Guðbrandi biskupi að skorða rétttrúnað Lúthers með þjóðinni, að í meira en tvær aldir stóð hann að mestu óhaggaður á þeim undirstöðum, er hann lagði, ekki sízt með bókaútgáfu sinni. Langa hríð valdi hann þjóðinni nærri allt lesefni, raunar helzti ein- hæft og stundum bragðlítið. Margar bóka hans komu út í ýmsum útgáfum og áttu sér langan aldur. Aðrar urðu kveikja nýrra og merkari bóka, t. a. m. Passíusálmanna. I arfleiðsluskrá sinni varar biskup börn sín við að kasta burt kver- um þeim og bókum, sem hann hafi látið prenta. Þau skuli meta þær
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.