Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Qupperneq 63

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Qupperneq 63
BÓKASPJALL 63 þeir lægju hjá mér. En nær sem þér væruð frá því horfinn að nota þá sjálfur eða úrkula vonar um, að Bókmenntafélagið vilji þá brúka, væri mér kærkomið að fá þá, en fyrri ekki. Og skyldi ég deyja fyrri en þeir yrðu til mín komnir (og ekkert af þeim væri áður á prent út- komið eður þar til ákvarðað), vildi ég helzt fyrirmæla, að þeir yrðu afhentir sem ævinleg eign til Stiftsbókasafnsins í Reykjavík í þeirri von, að fósturjörðu vorri yrðu þeir í einhverju hagkvæmari heldur en utanlands eða innan í óvissari stöðum.“ Hallgrímur knýr framan af stöðugt á, en ljóst er, að Finnur treyst- ir sér ekki til að láta prenta umrædd verk og þykir leitt að geta ekki veitt neina úrlausn. Þegar Hallgrímur sér, að þetta muni ekki ná fram að ganga, gefur hann Bókmenntafélaginu handritin og hefur um þau eftirfarandi ummæli í bréfi til Finns 8. ágúst 1826: „Önnur spurning yðar er sú, hvað ég selja mundi mín tvö handrit, sem hjá yður eru, ef prívatkaupandi fengist. Þar til get ég ekki svar- að, því hvort um sig hefur kostað mig — auk pappírs og tíma — svo mikla fyrirhöfn, að ég ekki get fengið af mér að setja uppá þau svo, að ég fyndi mig skaðlausan, meðkenni þar hjá frómt, að ég hefi ekki skynbragð á því. En nefnd tvö handrit mín, nefnilega Annála- bindin þrjú og Uppteiknunar tilraun íslenzkra skálda og rithöf- unda, vildi ég hér með vinsamlega til mælast, að hið íslenzka Bók- menntafélag vilji þiggja af mér sem gjöf, hverjum bókum ég hér með afsala mér nefndu lofsverðu félagi til eignar, og óska af alhuga, að þær á einhvern hátt stoðað gætu til þess hrósverða augnamiðs uppfyllingar.“ Þessi handrit bæði eru nú varðveitt í Landsbókasafni, og hafa margir við þau stuðzt og þau þess vegna um síðir komið að því gagni, er höfundur þeirra vonaðist til í öndverðu. Þannig á hvert verk sína sögu, ef eftir er leitað, og enginn kom- inn til að segja, að það verk, sem prentað er hverju sinni, sé endi- lega merkara eða eigi brýnna erindi en það, sem eftir liggur og bíða verður síns tíma. Arngrímur Jónsson varð fyrstur Islendinga til að frumsemja verk og koma því á prent, og var það rit hans Brevis Commentarius de Islandia, er út kom í Kaupmannahöfn 1593. Væri eflaust fróðlegt viðfangsefni að kanna, hve mörg eða öllu heldur fá verk við eigum af því tagi lengi vel. Má það t. a. m. furðulegt heita, að ekkert ís- lenzkt skáld skyldi verða til þess fyrr en sr. Jón Þorláksson að koma á prent eftir sig um sína daga veraldlegum ljóðum, en á titilsíðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.