Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 65

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 65
ÓLAFUR F. HJARTAR Nordahl Grieg og Friheten Sú fullvissa er fædd í oss öllum, að frelsið sé líf hvers manns, jafn einfalt og eðlisbundið sem andardráttur hans. J) Sennilega verða flest frelsisljóð til vegna ófriðar, kúgunar eða fjötra. Ofangreindar ljóðlínur eru úr kvæði Nordahls Grieg, Sautjánda maí 1940. Skáldið las upp ljóðið í fyrsta sinni í útvarpið í Tromso á örlagastundu. Nazistar réðust sem kunnugt er inn í Danmörku og Noreg 8. og 9. apríl 1940. Viðnám var lítið hjá Dönum, en Norðmenn gripu óviðbúnir til vopna. Englendingar komu til hjálpar með her til Norður-Noregs. Þar urðu harðir bardagar, en Þjóðverjar hröktu Englendinga úr landi, og Norðmenn urðu að leggja niður vopn. Hákon konungur, Ólafur ríkisarfi og ríkisstjórnin yfirgáfu Noreg 17. júní og héldu í útlegð til Englands. Það var því enginn gleðibragur yfir þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí, þegar Nordahl Grieg flutti kvæði sitt í þessum norðlæga bæ. Á Eiðsvelli stöngina auða yfir angandi limið ber. En fyrst nú í dag vér finnum, hvað frelsið í rauninni er: Um landið fer sigrandi söngur, er svellur frá ströndu til fjalls, þó að hvísli honum hálfluktar varir undir heroki kúgaravalds. Sú fullvissa er fædd í oss öllum, að frelsið sé líf hvers manns, jafn einfalt og eðlisbundið sem andardráttur hans. *■) Öll ljóð og ljóðlínur, sem birt eru í þessari grein, eru þýdd af Magnúsi Ásgeirssyni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.