Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Qupperneq 73
NORDAHL GRIEG OG FRIHETEN
73
Vér hljótum einn dag til dáða,
einn dag, sem vér lifum undir
himni, sem hröpuð æska
hvelfdi yfir vorar stundir!
I desember 1940 yrkir Nordahl Grieg kvæðið Godt ár for Norge.
Sennilega hefur hann brevtt heiti þess, því að í þýðingu Magnúsar
Ásgeirssonar nefnist þetta kvæði Bréfið heim. Nýárskveðja til Noregs
1941. Hér fara á eftir fyrsta og síðasta erindi:
Það bréf vort, sem heim var hugað,
ber hvorki á sér dag né stað.
Það naut hvorki pappírs né penna
né pósts til að bera það:
Úr haflöðri og himinstormum
vér hugsuðum það til lands,
og enn veit það enginn heima,
að það var bréfið hans.
En þegar því helvaldi er hrundið,
sem hélt ekki og fær ekki grið,
vér biðjum þig, ættmold og ástjörð,
um afl til að þola frið.
Er ofríkið lönd hefur látið
og lýðfrelsið ræður þeim,
skal birtast í bróðerni voru
það bréf, sem komst aldrei heim.
Þetta kvæði og kvæðið 17. mai 1940 las höfundurinn inn á plötu
fyrir íslenzka ríkisútvarpið 22. júní 1942, og er hún varðveitt þar, en
þá er titill þess Brevet som aldrig kom frem.
Lítið verður um yrkingar hjá Nordahl Grieg fyrri hluta árs 1941.
Kemur þar margt til, eins og greint verður frá. í apríl yrkir hann
þó kvæðið, sem nefnist Arsdagen. Þar minnist hann innrásardags
Þjóðverja og leggur áherzlu á þær miskunnarlausu kröfur, sem frels-
ið gerir til manna. Hann notar vísuorð úr norska þjóðsöngnum í
kvæðislok:
Fra vort hjerte, fra vár panne
skal, pá veien hjem,
stá et lysskjær over landet
nár det stiger frem.