Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 84

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 84
84 ÓLAFUR F. HJARTAR Vængblik varst þú yfir vogum ljósra hólma, lyng, sem fram með lækjum löðursilfrað skín, viðlög vorsins fugla, vetrarþögn í skógi. Þú varst heiða og hreina hjartalindin mín. Röð kvæðanna er síðan hin sama og hér hefur fyrr verið greint frá. Ljóðabókinni lýkur með stuttri frásögn, Nordahl Grieg flyver over Norskekysten. Þetta er niðurlag greinar, sem lesa má í Fána Noregs. Greinin nefnist Fáninn og er dagsett 7. maí 1942. íslandskvæðið náði ekki í tæka tíð til þess að komast í Friheten. Það birtist í tímaritinu Helgafelli 1944 og nefnist Tingvellir — Til en islandsk venn. Síðar er það prentað í þýðingu Magnúsar Ásgeirs- sonar í bókinni Afmœliskveðja til Ragnars Jónssonar 7. febrúar 1954. Þar stendur: Á Þingvöllum — Til íslenzks vinar — Ragnars Jónssonar. Kvæð- ið kom einnig sérprentað í 30 eintökum. Þá má og sjá það í Helga- felli 1955. I ritsafni Nordahls Grieg, sem geiið var út í Ósló 1947, er Þing- vallakvæðið látið fylgja öðrum kvæðum í Friheten. Þar er einnig ann- að kvæði, sem nefnist Sjofolk. I sama bindi eru síðan birt þrjú kvæði, sem bera titilinn Nár krigen er forbi. Kvæðin heita Sjomannen, Den menneskelige natur og Viggo Hansteen. Hið fyrsta er ort á Jan Mayen, annað kvæðið og hið lengsta er ort á Þingvöllum, en hið þriðja er upprunalegur endir á kvæðinu um Viggo Hansteen. Fyrir nokkrum árum barst Landsbókasafni fyrirspurn um Friheten frá Háskólabókasafninu í Ósló. Höfðu bókaverðir þar grun um fleiri afbrigði útgáfunnar. Ásgeir Hjartarson bókavörður og greinarhöf- undur leituðu eftir nánari vitneskju hjá Helgafelli, og varð niður- staðan þessi: 1. Eitt eintak með frábrugðnu titilblaði og sérstakri áprentun til Hákonar konungs, gert að fyrirmælum skáldsins. 2. 50 eintök með svofelldri áletrun: Dette eksemplaret er ett av femti som forfatteren lot trykke spesielt for sine venner.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.