Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 89

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 89
LANDSBÓKASAFNIÐ 1975 89 HANDRITADEILD Handritakostur Landsbókasafns var í árs- lok 12866 skráð handrit. Fast starfslið var hið sanra og á síðastliðnu ári. Solveig Kolbeinsdóttir cand. mag. vann í ígripum að skráningu bréfasafna. Nú verður getið nokkurra handrita, er Landsbókasafni voru gefin á árinu: Carl Gustav XVI. Svíakonungur afhenti 10. júní forseta íslands, dr. Kristjáni Eldjárn, að viðstöddum m. a. Vilhjálmi Hjálmarssyni menntamálaráðherra og dr. LTno Willers ríkisbókaverði Svía í aðal- lestrarsal I.andsbókasafns blað úr Kringlu, hið eina, sem varðveitzt hefur úr því elzta og merkasta handriti Heimskringlu, sem menn nú vita deili á. Blaðið kemur hingað úr Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, þar sem það hefur borið safnmerkið: Cod. Holm. Isl. Perg. fol. nr. 9. Ætlunin er að birta í Árbók Landsbókasafns á næsta ári grein um Kringlublaðið. Börn Guttorms J. Guttormssonar skálds og Jensínu konu hans, dæturnar Pálína, Bergljót og Hulda og sonurinn Gilbert Konráð, sendu Landsbókasafni íslands að gjöf mikið og merkilegt safn hand- rita föður síns, en fjölskyldan hafði áður að honum látnum gefið Manitobaháskóla í Winnipeg bókasafn hans, mörg hundruð binda. í gjöfinni til Landsbókasafns eru saman komin margvísleg handrit skáldsins, kvæði, sögur, leikrit, endurminningar auk mikils safns bréfa, er honum bárust á langri ævi. Nokkur handrit Guttorms skálds voru á þeirri sýningu nokkurra sýnishorna bókmenntaiðju íslendinga í Vesturheimi, er stóð í and- dyri Safnahússins og frá segir á öðrum stað í þessu yfirliti. Anna Marteinsson í Winnipeg (áður í Ottawa) sendi Landsbóka- safni að gjöf ýmis handrit Sigurðar Júl. Jóhannessonar læknis og skálds, en þau hafði hún fengið frá dætrum Sigurðar, Fríðu og Svan- hvíti, og var þeim ráðstafað hingað heim með vitorði þeirra. Eru þar í fyrsta lagi frumsamin ljóð og þýdd, þá laust mál af ýmsu tagi, svo sem unglingasögur; þrír smáþættir um Einar Bene- diktsson; endurminningar frá Svarfhóli; kafli, er nefnist ,,Þjóðhátíðir“. Þá eru afmælis- og minningarljóð um Sigurð eftir ýmsa höfunda, blaðaúrklippur og smáprent með kvæðum og greinum eftir Sigurð og um hann og sitthvað fleira.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.