Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 93
LANDSBÓKASAFNIÐ 1975
93
af Hjörleifi Þorvaldssyni, Snorra Finnbogasyni og sonum þeirra,
þjóðsögu frá 17. öld, er afi gefanda, Árni Sigurðsson, hafði fært í
letur.
Frú Theodóra Hávarðardóttir, ekkja sr. Lárusar Sigurjónssonar,
gaf urn hendur Eiríku A. Friðriksdóttur hagfræðings þrjár segul-
bandsspólur með upplestri sr. Lárusar á eigin verkum. En frú Theo-
dóra hafði áður geíið ýmis handrit hans.
Dagbækur Benedikts Sveinssonar frá Kirkjubóli í Norðíirði, vinnu-
manns í Fjarðarkoti í Mjóafirði. Bækurnar, kallaðar ,,Bensabækur“,
eru frá árabilinu 1886 - 1917, en í vantar þó árin 1888 - (marz)
1894 og 1898 - 1903. Gjöf úr dánarbúi Ólafs H. Sveinssonar frá
Firði í Mjóafirði um hendur Gunnars Sveinssonar skjalavarðar.
„íslands saga lesin fyrir af herra Rektor Jens Sigurðssyni.“ Gefandi
Fornbókaverzlunin Bókin, Reykjavík.
Jakob B. Bjarnason, Síðu, Refsborgarsveit í A.-Húnavatnssýslu,
gaf handrit ljóða Ólafs Ólafssonar á Kaldrana.
Steindór Steindórsson fyrrv. skólameistari afhenti ýmis handrit
eigin verka, prentaðra og óprentaðra.
Þorbjörg Árnadóttir gaf í eiginhandarriti þessi verk: Hvítar rósir,
leikrit. — Pílagrímsför og ferðaþættir.
Ester og Erla Kaldalóns afhentu að gjöf úr dánarbúi föður síns,
Snæbjarnar Kaldalóns, ýmis handrit tónverka Sigvalda Kaldalóns til
viðbótar meginhluta handrita hans, er þau systkinin Snæbjörn og
Selma Kaldalóns afhentu Landsbókasafni 1971. Gjöfinni nú fylgdu
ennfremur sendibréf og skeyti til tónskáldsins, handrit Áskels Snorra-
sonar að Sólkveðju til Eggerts Stefánssonar og enn fleira.
Snæbjörn Jónsson fyrrv. bóksali sendi enn einn bréfaböggul, en
Landsbókasafn varðveitir hið mikla safn bréfa, er honum hafa borizt
um dagana.
Emil Thoroddsen: Söngur listamanna. Uppköst ýmiss konar í
þremur möppum. Áslaug Bjarnadóttir Thoroddsen, ekkja tónskálds-
ins, afhenti, en hún hefur áður látið margt af hendi rakna til safnsins
úr fórum hans.
Jón Friðriksson gaf Sögubók, er á er m.a. Hávarðar saga ísfirðings,
en bókina hafði hann fengið hjá Geir Kristjánssyni rithöfundi.
Frú Áslaug Sveinsdóttir, ekkja Sigurðar Þórðarsonar tónskálds, gaf
um hendur Karls Sveinssonar féhirðis m. a. 33 sálma, er Ásgeir
Magnússon þýddi úr hebresku, og er hér um úrval að ræða. Guð-
mundur Sveinsson bar þýðinguna saman við hebreska textann.