Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 94
94
LANDSBÓKASAFNIÐ 1975
Arnþrúður Karlsdóttir gaf Minningarljóð eftir Jón Hinriksson.
Sigurður Jónsson frá Haukagili gaf kvæði Þorsteins Erlingssonar
um Sigurð Pálsson með hendi skáldsins.
Ingibjörg Auðbergsdóttir gaf líkræðu, flutta af sr. Magnúsi Helga-
syni um Halldór Þórarinsson.
Ólöf Þorleifsdóttir Jóhannessonar í Stykkishólmi gaf um hendur
Njáls Sigurðssonar Rímur af Kjartani Ólafssyni eftir Símon Dala-
skáld með hendi Guðmundar Gunnarssonar á Tindum.
Sr. Gísli Brynjólfsson afhenti ýmis gögn, m. a. dagbækur, úr fórum
sr. Brynjólfs Magnússonar í Grindavík, en þau voru komin frá Sig-
urði V. Guðmundssyni í Reykjavík.
Fundargerðabók ,,félagsins Leifur“ 5. nóv. 1893-13. okt. 1895.
Ennfremur Leifur, handritað blað sama félags, 14 tbl. 1894-95.
Gjöf Helga Þorvarðarsonar og dætra Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar
bókbindara og bóksala, eins af aðalmönnum félagsins, en Helgi átti
Jakobínu Kristínu dóttur hans.
Þessir einstaklingar afhentu handrit, án þess að þeirra verði getið
nánara: Bragi Jónsson skáld, Hofgörðum, Fríða Knudsen, Eiríkur
Jónsson kennari, Ólafur F. Hjartar deildarstjóri, Sólmundur Sigurðs-
son, Reykjavík.
Af keyptum handritum skal þessara getið:
Árni Gunnlaugsson lét safninu í té nokkrar sögu- og rímnabækur,
skrifaðar á síðari hluta 19. aldar.
Hjá Helga Tryggvasyni bókbindara fengum vér eftirfarandi:
Alþýðuvísur, safnað af Hirti Björnssyni frá Skálabrekku, eigin-
handarrit. Þjóðsögur m. h. Magnúsar Hj. Magnússonar og Þórðar
Grunnvíkings, eiginhandarrit. Með liggur kver með kvæðauppskrift-
um.
Kórmakssaga með hendi Sighvats Grímssonar Borgfirðings. Keypt
að Gunnari M. Gunnarssyni.
Ólafur Sigurðsson að Ási í Hegranesi: Prestar að Ríp í Hegranesi.
Frú Guðlaug Skagfjörð seldi.
Landsbókasafn þakkar öllum, er gáfu því handrit eða beindu þeim
á annan veg til þess.
_ í þjóðdeild unnu á árinu sem fastir starfs-
^ menn auk Ólafs Pálmasonar deildarstjóra
bókaverðirnir Haraldur Sigurðsson, Nanna Bjarnadóttir, Helgi Magn-
ússon og Guðný Sigurðardóttir (2/3 úr starfi frá 1. júní). Ennfremur