Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 95

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 95
LANDSBÓKASAFNIÐ 1975 95 unnu í stundavinnu hluta úr degi Guðrún Magnúsdóttir og Sigríður Helgadóttir. Ritauki þjóðdeildar nam á árinu 3.777 færslum í aðf’angabók (1974: 2.897). 52 prentsmiðjur og önnur fjölföldunarfyrirtæki skiluðu efni til safnsins skv. lögum nr. 11/1949, en níu aðilar afhentu skilaskylt efni, sem unnið var erlendis. Meðal aðfanga á árinu er tvenns að geta sérstaklega. Keypt var rit Þorsteins Magnússonar svslumanns um Kötlugosið 1625, prentað í Kaupmannahöfn 1627. Er þetta annað tveggja eintaka, sem þekkt eru, og því hinn bezti fengur. Þá lét Helgi Tryggvason bókbindari safninu í té eins og oft áður fjölda bæklinga og blaða, sem voru ekki til í safninu, en aðdrættir frá Helga Tryggvasyni eru orðnir ómetan- legur safnauki. FLOKKUNAR- OG Fastir starfsmenn voru hinir sömu og árið SKRÁNINGARDEILD 1974. Við salgæzlu unnu fyrri hluta árs (DEILD ERLENDRA Guðlaug Pálsdóttir og Ragnheiður Braga- RITA) dóttir. Þóra Óskarsdóttir B.A. vann um skeið að skráningu. Sumarmánuðina unnu við deildina Sjöfn Kristjánsdóttir B.A., Hadda Þorsteinsdóttir og Jósefína Ólafsdóttir, og önnuðust tvær hinar síðarnefndu ennfremur salgæzlu eftir hádegi á laugardögum frá því í október til áramóta. Kristín Gústafsdóttir vann sumarmánuðina að undirbúningi alls- herjarskrár um erlend tímarit í íslenzkum söfnum, en var síðar á árinu lausráðin til að gegna að hluta á móti Kristínu Björgvinsdóttur stöðu þeirri, er safninu bættist á árinu. Unnu þær ýmist við salgæzlu eða skráningu. Nemendur í bókasafnsfræðum unnu við deildina vetrar- mánuðina, eins og tíðkazt hefur undanfarin ár. Áslaug Ottesen bókavörður hafði sem fyrr aðalumsjón með Sam- skrá um erlendan ritauka íslenzkra rannsóknarbókasafna og naut í því starfi einkum aðstoðar Ingibjargar Sæmundsdóttur. Utgáfa Samskrár um erlend tímarit í íslenzkum söfnum stóðst því miður ekki áætlun, en horfur eru á, að skráin komi út, áður en langt um líður. Sökum þess að teknir voru upp nýir skráningarhættir 1970, var brugðið á það ráð að kljúfa spjaldskrána. Erlend rit frá því um 1969 og síðar eru nú í sérstakri höfunda- og efnisskrá. Ætti gestum safns- ins að vera mikið hagræði að því að geta þannig séð í skjótri svipan nýrri rit í hverri grein.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.