Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Síða 100
100
LANDSBÓKASAFNIÐ 1975
ALÐÞJÓÐLEG Menntamálaráðuneytið skipaði undirrit-
SAMVINNA aðan að íslands hálfu í samnorræna nefnd,
er á tímabilinu frá í nóvember 1974 og
fram í júní 1975 hélt alls fimm fundi, en viðfangsefni nefndarinnar
var að gera tillögur um framtíðarsamvinnu á Norðurlöndum á sviði
rannsóknarbókasafna og upplýsingaþjónustu.
I tillögum nefndarinnar var lagt til, að komið yrði á fót sérstakri
stofnun, NORDINFO (eða hverju nafni, sem hún yrði nefnd), er
tæki til starfa í janúar 1977 og leysti af hólmi NORDDOK (Nordisk
koordineringsorgan for videnskabelig og teknisk information og
dokumentation) og Samvinnunefnd norrænna rannsóknarbókasafna
(De nordiska forskningsbibliotekens samarbetskommitté).
íslendingar hafa ekki átt aðild að NORDDOK né heldur Sam-
vinnunefndinni, en hún hefur þó á undanförnum árum sent hingað
upplýsingar um starísemi sína, og 6. desember hélt nefndin fund í
Reykjavík til þess að efla sambandið við íslenzk rannsóknarbókasöfn.
Fundurinn var haldinn í Norræna húsinu, en auk þess heimsóttu
nefndarmenn Háskólabókasafn og Landsbókasafn.
Undirritaður sótti fund forstöðumanna þjóðbókasafna, er haldinn
var í Ósló 12.-—13. ágúst á sama tíma og efnt var þar til ársþings
Alþjóðasambands bókavarðafélaga (IFLA).
Þessi fundur var framhald svipaðs, en fámennari fundar, er hald-
inn var í Ottavva 13.—14. nóvember 1974, en umræðuefnið var í
hvort tveggja skiptið, hvort tímabært væri að stofna sérstakt félag
þjóðbókavarða og hversu sambandi þess yrði síðan ef til kæmi háttað
við IFLA.
Lagðar voru fram á fundinum greinargerðir um hlutverk þjóðbóka-
safna í ýmsum heimshlutum, en samþykkt að loknum umræðum að
leggja greinargerð R. Duchesne frá Þjóðbókasafninu í Ottawa til
grundvallar. Er þar rakið ýtarlega fjölþætt hlutverk þjóðbókasafna
bæði innan hvers lands og sem aðila að alþjóðlegri samvinnu.