Réttur


Réttur - 01.02.1925, Side 12

Réttur - 01.02.1925, Side 12
iRjetiur 14 ræður fyrir ykkur, svo að tugum klukkutima skiftir, um land- og lóðaskatt, og þið vitið vel, hversu ákafur fylgis- maður þeirrar skattamálastefnu jeg hefi altaf verið.« Jeg vildi, að jeg mætti lesa alla ræðuna, því að hún skýrir málið miklu betur en jeg get búist við að gera nú. — Jeg vil Ieyfa mjer að tilfæra aðra málsgrein úr ræðu ráð- herrans (W. C.): »Núverandi skattamálaskipulag er orðið svo úrelt og drepandi, svo mikil hindrun á nýjum fyrir- tækjum og almennum framförum, og sjerstaklega þung- bært fyrir fátæklingana, að það er í engu betra en skatta- farganið og korntollslögin á hallærisárunum um 1840. Nú eru breytingatímar og nýjar framfarir í vændum. »Þið, sem hljótið það hlutverk að Iosa landið úr læðingi (eign- arhaldi einstaklinga) og opna það til almenningsnota, vinnið miklu stærri sigur, þjóðinni til heilla, heldur en við höfum gert með því, að koma í gegn fullu verslun- arfrelsi/ sagði Mr. Cobden.« (Winston Churchill: y>Hvenœr var þessi rœða fliitt ?«) P. Snowden: »Hvað kemur það málinu við? Vill hæstv. ráðherra ekki kannast við þessar hugsanir? Jeg skal nefna stað og stund. Ræðan var flutt í konungl. leikhúsinu í Edinborg 17. júlí 1909. Ráðherrann hefir sjálfur sagt, að hann hafi flutt ræður um þetta efni svo mörgum tugum skiftir. Og hann sagði einnig sjálfur, að nú væri tækifærið fengið, »tími framfara og breytinga«. En hvað hefir hann svo gert? Ef þeirri spurningu er beint til vor, hvers vegna vjer fluttum engar tillögur um þetta efni í fyrra, þá svara jeg því, sem þeir muna, er hlýddu þá á fjárlagaræðu mína, að jeg gaf þá ákveðna yfirlýsingu um, að ef jeg gegndi fjármálaráðherraembætti þetta ár, þá mundi jeg flytja frumvarp urn þetta efni. Hæstv. fjármálaráðherra hefir athugað þetta mál í mörg ár. Pess vegna spyr jeg hann: Virðist honum það rjett- látt, að þær geysi-fjárupphæðir, sem hann telur að safn- ist vegna starfsemi þjóðfjelagsins fyrir fje, sem ríkið hefir lagt til opinberra umbóta, sjeu eign einstaklinga; finst

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.