Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 26

Réttur - 01.07.1951, Side 26
170 RÉTTUR út í verkfall 20 s. m. Var þetta sótt af mikilli hörku af sambands- stjórn. Félögin reyndust treg til sem eðlilegt var, því sýnt var að sambandsstjórn stefndi í ógöngur einar, annaðhvort af þekkingar- leysi á aðstæðum öllum eða ráðnum hug. — En allt átti þetta brölt sambandsstjórnar eftir að skýrast nánar síðar. Aðeins þrjú félög urðu við kröfu sambandsstjórnar um verk- fall 20. apríl, Verkalýðsfélag Vestmannaeyja, Verkakvennafélagið Snót og Verkakvennafélagið Framtíðin í Hafnarfirði. Það skal tekið fram að Snót taldi sér nauðugan einn kost að fylgja verka- lýðsfélaginu, þar eð svo að segja öll verkakvennavinna lagðist nið- ur sjálfkrafa við stöðvun hjá verkamönnum. Þessi verkföll stóðu skamma stund, enda sýnt að þau voru til- gagnslaus frá upphafi. í Eyjum var verkfalli aflýst á öðrum degi með einróma fundarsamþykkt í báðum félögum. Hafði þó sam- bandsstjórn sent fulltrúa til Eyja, til að freista að fá verk- föllunum haldið áfram, en ráð hans voru að engu metin af verka- fólki þar. — Litlu síðar var verkfalli Framtíðarinnar í Hafnarfirði einnig aflýst. Þá fáu daga sem verkfallið í Hafnarfirði stóð var mikill fyrir- gangur í sambandsstjórn. Boðaði hún m. a. stjórnir allra verka- lýðsfélaga í Reykjavík til sameiginlegs fundar til að ræða málið. Héldu forustumenn sambandsins slíkar æsingaræður yfir stjórn- unum sem talað væri til þúsunda á átakamiklum útifundi. Var öll framkoma þeirra með þeim hætti, að stjórnir verkalýðsfélaganna töldu hæpið að mennirnir væru fullkomlega með réttu ráði. Þó kom aldrei skýrt fram í ræðum hinna miklu „bardagamanna“ hvert hlutverk þeir ætluðu fundinum. En næsta dag skýrðist málið. Dundu þá símleiðis yfir félögin fyrirskipanir sambands- stjórnar um samúðarverkfall með Framtíðinni í Hafnarfirði. Var þá Ijóst hvert sambandsstjórn hafði stefnt með fundinum daginn áður, þótt hana brysti kjark til að bera þá upp erindi sitt. — Ekkert sambandsfélag hafði svo mikið við sambandsstjórn að anza símskeytum hennar, að undanskildu Bifreiðastjórafélaginu Hreyfli, sem vísaði fyrirmælunum á bug. Seinna upplýstist að ýmsir sambandsstjórnarmeðlimir voru ekki til kvaddir í sam-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.