Réttur


Réttur - 01.07.1951, Síða 26

Réttur - 01.07.1951, Síða 26
170 RÉTTUR út í verkfall 20 s. m. Var þetta sótt af mikilli hörku af sambands- stjórn. Félögin reyndust treg til sem eðlilegt var, því sýnt var að sambandsstjórn stefndi í ógöngur einar, annaðhvort af þekkingar- leysi á aðstæðum öllum eða ráðnum hug. — En allt átti þetta brölt sambandsstjórnar eftir að skýrast nánar síðar. Aðeins þrjú félög urðu við kröfu sambandsstjórnar um verk- fall 20. apríl, Verkalýðsfélag Vestmannaeyja, Verkakvennafélagið Snót og Verkakvennafélagið Framtíðin í Hafnarfirði. Það skal tekið fram að Snót taldi sér nauðugan einn kost að fylgja verka- lýðsfélaginu, þar eð svo að segja öll verkakvennavinna lagðist nið- ur sjálfkrafa við stöðvun hjá verkamönnum. Þessi verkföll stóðu skamma stund, enda sýnt að þau voru til- gagnslaus frá upphafi. í Eyjum var verkfalli aflýst á öðrum degi með einróma fundarsamþykkt í báðum félögum. Hafði þó sam- bandsstjórn sent fulltrúa til Eyja, til að freista að fá verk- föllunum haldið áfram, en ráð hans voru að engu metin af verka- fólki þar. — Litlu síðar var verkfalli Framtíðarinnar í Hafnarfirði einnig aflýst. Þá fáu daga sem verkfallið í Hafnarfirði stóð var mikill fyrir- gangur í sambandsstjórn. Boðaði hún m. a. stjórnir allra verka- lýðsfélaga í Reykjavík til sameiginlegs fundar til að ræða málið. Héldu forustumenn sambandsins slíkar æsingaræður yfir stjórn- unum sem talað væri til þúsunda á átakamiklum útifundi. Var öll framkoma þeirra með þeim hætti, að stjórnir verkalýðsfélaganna töldu hæpið að mennirnir væru fullkomlega með réttu ráði. Þó kom aldrei skýrt fram í ræðum hinna miklu „bardagamanna“ hvert hlutverk þeir ætluðu fundinum. En næsta dag skýrðist málið. Dundu þá símleiðis yfir félögin fyrirskipanir sambands- stjórnar um samúðarverkfall með Framtíðinni í Hafnarfirði. Var þá Ijóst hvert sambandsstjórn hafði stefnt með fundinum daginn áður, þótt hana brysti kjark til að bera þá upp erindi sitt. — Ekkert sambandsfélag hafði svo mikið við sambandsstjórn að anza símskeytum hennar, að undanskildu Bifreiðastjórafélaginu Hreyfli, sem vísaði fyrirmælunum á bug. Seinna upplýstist að ýmsir sambandsstjórnarmeðlimir voru ekki til kvaddir í sam-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.