Réttur


Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 72

Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 72
216 RÉTTUR leysis Noregs. Gramur í geði segir Churchill svo frá: „Röksemdir utanríkisráðherrans varðandi hlutleysið voru sterkar og ég gat ekki beitt mér. Ég sat þó við minn keip og fylgdi stefnumáli mínu fram eftir föngum hvenær sem færi bauðst.“ Fleiri voru kvaddir til ráða, og jafnframt var leitazt við að koma á framfæri við blöðin umræðum um réttmæti slíkra aðgerða. Það sýndist örugg- asta leiðin til þess að vekja ugg Þjóðverja og knýja þá til gagn- ráðstafana. Fyrsta vitneskjan um þessi mál, sem máli skiptir, í herteknum þýzkum skjalasöfnum, er frá októberbyrjun, en þá vakti yfir- foringi flotans, Raeder aðmíráll, máls á ótta sínum'við, að Norð- menn opnuðu Englendingum hafnir sínar, og lét hann Hitler í té skýrslu um þann herstöðulega hnekki, sem yrði samfara brezku hernámi. Hann gaf einnig í skyn, að það kæmi þýzkum kafbáta- hernaði að góðum notum, ef unnt reyndist með fulltingi Rússa að „komast yfir herstöðvar á ströndum Noregs, — til dæmis í Nið- arósi.“ Hitler tók þeirri hugmynd fálega. Hugur hans snerist einvörð- ungu um undirbúning árásarinnar í vestri, sem neyða átti Frakka til uppgjafar, og hann vildi ekki láta ginna sig til annarra herfara og dreifa því herafla sínum. Ný og miklu öflugri áeggjan reyndist báðum aðilum innrás Rússa í Finnland í lok nóvember. Orsakir árásarinnar eiga rætur sínar að rekja til þess kapps, sem Ráðstjórnin lagði á að treysta varnir Eystrasaltsstranda sinna gegn framtíðarógnun af hendi Hitlers griðabróður síns um stund- arsakir. Árás Rússa vakti sterka andúðaröldu í Bretlandi og heita ósk um að koma Finnlandi til hjálpar í varnarstríði þess. Jafn- framt því kom Churchill auga á nýja aðstöðu til að koma Þýzka- landi í opna skjöldu undir því yfirskini, að verið væri að koma Finnum til hjálpar. í frásögn sinni frá þessum atburði ritar hann hiklaust: „Ég fagnaði þessum nýja hagstæða byr, sem tækifæri til þess að vinna þá herstöðulegu yfirburði að geta skorið á að- dráttarleið járngrýtisins til Þýzkalands, en það var því lífsnauð- synlegt." ✓
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.