Réttur


Réttur - 01.07.1951, Page 72

Réttur - 01.07.1951, Page 72
216 RÉTTUR leysis Noregs. Gramur í geði segir Churchill svo frá: „Röksemdir utanríkisráðherrans varðandi hlutleysið voru sterkar og ég gat ekki beitt mér. Ég sat þó við minn keip og fylgdi stefnumáli mínu fram eftir föngum hvenær sem færi bauðst.“ Fleiri voru kvaddir til ráða, og jafnframt var leitazt við að koma á framfæri við blöðin umræðum um réttmæti slíkra aðgerða. Það sýndist örugg- asta leiðin til þess að vekja ugg Þjóðverja og knýja þá til gagn- ráðstafana. Fyrsta vitneskjan um þessi mál, sem máli skiptir, í herteknum þýzkum skjalasöfnum, er frá októberbyrjun, en þá vakti yfir- foringi flotans, Raeder aðmíráll, máls á ótta sínum'við, að Norð- menn opnuðu Englendingum hafnir sínar, og lét hann Hitler í té skýrslu um þann herstöðulega hnekki, sem yrði samfara brezku hernámi. Hann gaf einnig í skyn, að það kæmi þýzkum kafbáta- hernaði að góðum notum, ef unnt reyndist með fulltingi Rússa að „komast yfir herstöðvar á ströndum Noregs, — til dæmis í Nið- arósi.“ Hitler tók þeirri hugmynd fálega. Hugur hans snerist einvörð- ungu um undirbúning árásarinnar í vestri, sem neyða átti Frakka til uppgjafar, og hann vildi ekki láta ginna sig til annarra herfara og dreifa því herafla sínum. Ný og miklu öflugri áeggjan reyndist báðum aðilum innrás Rússa í Finnland í lok nóvember. Orsakir árásarinnar eiga rætur sínar að rekja til þess kapps, sem Ráðstjórnin lagði á að treysta varnir Eystrasaltsstranda sinna gegn framtíðarógnun af hendi Hitlers griðabróður síns um stund- arsakir. Árás Rússa vakti sterka andúðaröldu í Bretlandi og heita ósk um að koma Finnlandi til hjálpar í varnarstríði þess. Jafn- framt því kom Churchill auga á nýja aðstöðu til að koma Þýzka- landi í opna skjöldu undir því yfirskini, að verið væri að koma Finnum til hjálpar. í frásögn sinni frá þessum atburði ritar hann hiklaust: „Ég fagnaði þessum nýja hagstæða byr, sem tækifæri til þess að vinna þá herstöðulegu yfirburði að geta skorið á að- dráttarleið járngrýtisins til Þýzkalands, en það var því lífsnauð- synlegt." ✓

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.