Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 8
fyrirtækja þessara, en þeir, sém hafa komið þeim á fót og
mest og bezt stutt að framgangi þeirra.
Árferðið hefur verið mjög misjafnt hjá fjelögunum,
bæði í tilliti til verzlunarhagsins yfirleitt, og eins hafa
sum árin komið í Ijós venju fremur háværar raddir til að
efla og auka einn hinn skaðlegasta þjóðlöst vorn, tortryggn-
ina, og beint henni vægðarlaust til fleiri eður færri af
þeim, sem fyrir fjelögunum hafa staðið eða að þeim hafa
unnið. En þrátt fyrir þetta misæri hefur þó fjelögunum
fjölgað til þessa og vegur sumra þeirra að minnsta kosti
aldrei verið meiri en næstl. ár (1896).
Á fyrstu árurn fjelaganna bar mest á því, að keppi-
nautar þeirra, kaupmennirnir, mundu með vægðarlausri
samkeppni draga nytsemi þeirra í hlje, með því að gjöra
mönnum sem bezt verzlunarkjör, eptir því sem þeir sáu
sjer fært, og standa fjelögunum þannig á sporði í þeim
efnum, en reynslan mun fljótt hafa sýnt þeim það, að þetta
eina ráð gat orðið þeiin ærið dýrt og að þess vegna væri
eins hyggilegt að nota önnur úrræði, sem minni peninga
kostuðu, en gátu þó undir núverandi þekkingarástandi þjóð-
arinnar reynzt eins vel eða jafnvel betur.
Pótt ýmsir úr kaupmannastjettinni með aðstoð vika-
liðugra liðsmanna sinna af öðrum stjettum þurfi að fara
meira eður minna á snið við 8. boðorðið, til þess að ríra
álit og traust manna á umboðsmönnum og stjórnendum
fjelaganna, þá kostar það enga fjármuni, en hefur dugað
allvel við fáfróðan og hugsunarlausan almenning og ekki
,sízt við þá menn, sem eru fæddir og uppaldir með þeim
leiða kvilla að gruna alla um óráðvendni og ótrúmennsku,
sem hafa einhverja hugsanlega (eða jafnvel óhugsanlega)
mögulegleika til fjárdráttar og pretta, án þess sannað
verði.
Að því er umboðsmennina snertir, þá lítur svo út,
sem mögulegleikarnir sjeu til staðar, enda hefur það tíð-
um verið notað óspart til þess að sverta með þá fjelaga
L. Zöllner og J. Yídalín. Aðrar ástæður en þessir hugs-