Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Qupperneq 28
22
hluta ársins, og þegar stofnfjeð er orðið meira en sem
nemur þessum peningaútgjöldum og sumarpöntunum, þá er
víst ekkert á móti því að leggja það til vörukaupa, annað-
hvort til þess að stofna af söludeild — sem er alveg óum-
fiýjanleg nauðsvn, eigi fjelagið að vera meira en kák —
eða þá einungis í þeim tilgangi að spara vexti og komast
sem mest hjá lántökunum frá hálfu umboðsmannsins, og
þar af leiðandi verða honum minna háður en ella.
Á þenna hátt er það auðsætt, að pöntunarfjelögin geta
smábreyzt í kaupfjelög, alveg hljóðlaust og nærri því án
þess að maður viti, og að þau ná undir eins aðal-tilgangi
kaupfjelaganna í sama hlutfalli og stofnfjeð er við um-
setningu fjelaganna, en aðal-tilgang kaupfjelaga eða þann,
sem mest er frábrugðinn tilgangi pöntunarfjelaga vorra,
tel jeg: 1.) að þau eiga sjálf sitt veltufje til þess að geta
borgað vörur sínar út í hönd, og 2 ) að þau safna stofn-
fje fyrir meðlimi sína, en gefa þeim ekki kost á að hafa
allan verslunararðinn fyrir eyðslueyri.
Þá er að hugleiða skilyrðin fyrir því, að eigendur
stofnsjóðs fái út borgað fje sitt.
E>að er í augum uppi, að ekki er rjett að gefa mönn-
um frjálsan og ótakmarkaðan aðgang að fjenu, nær sem
hverjum einum dettur í hug, eins og t. d. almennir spari-
sjóðir gjöra, því þá má búast við, að fjársafnið komist
aldrei nema á pappírinn, og þá væri líka þýðingarlaust
fyrir fjelögin að hafa kostnað og umsjón á því, sem siðan
yrði tekið út jafnóðum og það kæmi inn, og væri þá auð-
vitað rjettara að láta hvern og einn hafa allan veg og
vanda af sínurn verzlunararði óskertum. Að miða útborg-
unina við nokkurn ákveðinn tíina er ekki við eigandi,
þar sem enginn getur ákveðið um nokkur tímatakmörk á
verzlunarviðskiptum sínum. Að til taka fasta upphæð —
jafna fy'rir alla —, er stofnfjeð skuli ná, til þess að út-
borgun megi fram fara, virðist mjer heldur ekki heppilegt
nje r;ettlátt, því með því er efnamanninum veittur miklu
meiri rjcttur í hlutfalli við skylduna en hinum fátækari,