Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 48
42
undirbúið sem þurfti. En starfsemi Comte’s hefur samt
haft afarmikla og ómetanlega þýðingu fyrir vísindin í
heild sinni. — Hann bendir fyrstur á innbyrðis sambönd
hinna fjelagslegu fyrirburða, og sýndi fram á hinn mikla
rugling sjervísindanna, eins og þau voru þá kennd, svo
sem ríkisfræði, rjettarfarsíræði, þjóðmegunarfræði o. s. frv., er
allt voru álitnar sjálfstæðar og óskildar vísindagreinir, er
ekki stæðu í neinu sambandi hver við aðra, eða væru háð-
ar hinu sama al-lífs lögmáli. Hann sýndi fram á, að öll
þessi vísindi yrðu að renna saman í eitt í hinni nýju fje-
lagsfræði, sem byggjast ætti á rannsókn sjálfs lífsins, skil-
yrða þess og fyrirburða.
Hinn enski heimspekingur Herbert Spencer er annar
sá, som mest hefur stutt að þroskun fjelagsfræðinnar.
Heimspeki hans er byggð á glöggri skilgreiningu hins
skynjaniega og hins óskiljanlega. Hina fyrstu orsök hins
sýnilega og skynjanlega getum vjer ekki skilið; hinn full-
komnasti sannleikur, sem vjer getum tileinkað oss, er
óeyðanleiki og ævarandi eðli kraptarins. Verkanir krapt-
arins eru ýmist þroskun (framþróun = evolution) eða upp-
leysing (dissolution) Allar breytingar í náttúrunni, allar
verkanir kraptanna miða til annnarshvors þessa; og al-
heimsstarfið, verkanir alheimskraptarins í hinum takmarka-
lausa alheimi er alheimsframþróun (universalevolution), sem
þessi dularfulii kraptur framkvæmir gegnum samruna og
sundurdeiling, þroskun og uppleysing á víxl, með æ full-
komnari myndunum. — Framþróunarkenning Spencer’s varð
vísindaleg sönnun og grundvöllur tveggja huglægra (ab-
straktra) meginsetninga, nefnil. að nútíðin er dóttir fortíð-
arinnar og móðir framtíðarinnar, og að ekkert sje í raun
og veru, heldur sje allt „verðandi“.—
Á undan Spencer hafði landi hans jarðfræðingurinn Lyell
fundiðhinfyrsturöktilfrarnþróunarkenningarinnar,þá er hann
mótmælti hinum snöggu og áköfu byltingum í jarðmynd-
uninni, er áður voru kenndar, en kenndi í þess stað, að
sístarfandi náttúruöfi hefðu hægt og hægt og stórbyltinga-