Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 20
14
til þess að borga með vörur, sem kostuðu eins mikið í
innkaupi og þær kafa kostað á ári að meðaltali með öll-
um álögðum kostnaði.
Bnnfremur má bjer sjá, að ef öll íslands verzlun hefði
verið í liöndum verzlunarfjelaga síðan 1882 og þau öll
haft þessa aðferð, að eins að safna 4°/0 af vöruverðinu,
þá væri það nú orðin rúml. 4^/a miljón og á aldamótunum
6 miljónir og 360 þús. sem er 152 kr. á hvern tvítugan
mann og eldri í landinu, eða höfuðstóll, sem gefur af sjer
254,410 kr. vexti (4°/0) á ári. 1 stað þess að vjer endum
öldina með því verzlunarástandi, að verða að taka aliar
þessar vörnr að láni með gífurlegum vöxtum og stórri
sneið af sjálfstæði voru í þokkabót og standa í skuld fyrir
mikinn hluta þeirra árum saman, þá hefðum vjer getað
byrjað næstu öld með því að borga allar vorar nauðsynjar,
sem vjer fáum frá öðrum löndum, fyrirfram, og átt þó
nokkur hundruð þúsund króna á föstum arðberandi stöð-
um eða í húsum og verzlunaráhöldum; og til þessa hefð-
um vjer ekki þurft annað en losa oss við milligöngu kaup-
mannanna tvo síðustu tugi 19. aldarinnar, og leggja þó ekki í
þetta nema hjer um bil sjöunda hlutann af þeim peninga-
sparnaði, sem reynslan er margbúin að sýna oss, að vjer
höfum af því að skipta við þessi „simplu“ pöntunarfjelög,
sem svo margur verður til að níða.
Þótt jeg viti, að hver reikningsfróður maður eigi
hægt með að sjá, hve miklu fje megi safna á þennan
hátt á ákveðnum tíma af ákveðinni upphæð, þá hefur
mjer samt komið til hugar að sýna hjer, hve mikið safn-
ast með 4°/0 álagi á 200—1000 kr. verzlun í 100 ár.
Fyrir stuttleika sakir læt jeg árin hlaupa á tugum.