Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 51
46
eða markmið. í því tilliti er liún frábrugðin annari fræði-
grein, sem menn ranglega hafa blandað saman við hana,
nefnil. hinni sögulegu heimspeki. ítalskur maður, Yico að
nafni, er höfundur þeirrar kenningar, er stóð í blóma sín-
um á næstliðinni öld. Að vísu er hún nokkuð skyld fje-
lagsfræðinni, því hún leitast við að skýra og skiija megin-
atriðin í myndun og þroskun fjelagsins; en aðferðin var
gagnóiík þeirri, er fjelagsfræðin nú viðhefur og viðurkenn-
ir. — Margir þekkja söguna um trúarprjedikarann, sem
meðal annars sýndi tilheyrendum sínum fram á, hve dá-
samlega forsjónin hefði sjeð fyrir samgöngunum, því nær
því ætíð ljeti hún skipgengar stórár renna fram hjá stór-
borgum Hin sögulega heimspeki ályktaði líkt þessu.
Hvervetna þar í sögunni, sem hún fann skynsamlegan á-
rangur, leitaði hún að tilgangi. er stýrt hefði viðburðun-
um til þessa árangurs. Fjelagsfræðin leitar orsakanna.
Án þess að gjöra forsjóninni upp nokkurn tilgang, ályktar
hún blátt áfram, að borgirnar hafi risið upp við árnar, af
því þær voru skipgengar og samgönguskilyrðin fyrir hendi.
Hún heimfærir alla fjelagslega fyrirburði undir náttúru-
leg lögmál. Þessi hugsun hafði vakað fyrir mörgum á
undan Darwin, en hin nákvæma rökfærsla hans og hinar
yfirgripsmiklu rannsóknir hans og tilraunir tóku af öll
tvímæli og knúðu alla menntaða og hugsandi menn inn á
nýjan hugsana feril. - - Það má svo að orði kveða, að
Darwin hafi aptur innlimað manninn í náttúru heildina, er
hin eldri vísindi höfðu skilið hann út úr. Á kenningum
Darwin’s hefur sú skoðun verið byggð, að allar fræðigrein-
ir, sem hljóða um manninn og mannleg hlutföll, svo sem
mannfræði (antropologi og etnologi), málfræði, saga, rjett-
arfarsfræði, þjóðmegunarfræði, og eigi sizt fjelagsfræðin, að
allar þessar fræðigreinir sjeu í raun og veru náttúruvísindi.
Sama árið — 1859 — sem Darvin gaf út bók sína:
„Um uppruna tegundanna11, kom út önnur bók, sem að
vísu var rituð frá allt öðru sjónarmiði og um ólíkt efni,
en stefndi eigi áð síður í vissu tilliti að sama markinu.