Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 101
95
En vaxi nú svona fjelagi fiskur um hrygg, getur það enn
meira. Það getur stutt góð slripstjóraefni til lærdóms og meun-
ingar; það getur með litlum kostnaði, en góðri samvinnu, stutt
að menning og siðprýði allra háseta. Sú sjálfsmeðvitund, sem
hluttakan í svona fyiúrtæki hlýtur að vekja hjá flestum fjelags-
mönnum, er ótvíræð menningarhvöt, og kappsmunir hljóta að
vakna hjá mjög mörgum til þess að auka hluteign sína í fje-
lagiuu, og verða þeir þá sparsamari og ráðsjálli. Því verður
nú ef til vill svarað, að mjög margir hásetar sjeu svo fátækir,
að þeir geti ekki keypt lilut í svona fyrirtæki, þótt smár sje.
Þegar svo stendur á, finnst mjer mega haga því svo, að lofa
þeim að greiða hlutinn smátt og smátt af vinnuhlutdeild sinni.
En sje ókleyft að fá næga háseta með því móti, þá brýtur auð-
vitað nauðsyn lög.
Enn vil jeg nefna einn kost, sem fylgir þessu fyrirkomu-
lagi. Jeg hef heyrt þess getið, að nýkeypt þilskip hafi sutn-
staðar orðið að stauda uppi sökum maunleysis, og einnig hef
jeg heyrt þess getið, að miklir þilskipaeigendur hafi orðið að
seuda af örkinni uokkurskonar agenta til að safna fólki á skip
sín, og hafi smalar þessir að sögn líka aðferð og embættis-
bræður þeiiTa frá Yesturheimi. Hjer er auðsætt, að þilskipa-
eignin hefur ekki myndazt- af eðlilegri þörf þeiiTa, sem lifa á
sjávarútveginuin; heíúr þvi vaxið óeðlilega og getur því orðið
til ruglings í atvinnuvegunum. En með því fyrirkomulagi, sem
jeg hef bent á, er engin hætta á slíku. Þar skapast þilskipa-
eignin eðlilega og af verulegri þörf, og má meta það mikinn
kost.
Því miður er jeg allt of ókunnugur til þess að geta gizkað
á allar þær mótbárur, sem koma kunna fram gegn þessari hug-
mynd. En hversu margar sem þær kunna að vera, þá er jeg
hándviss um, að hugmyndin er framkvæmanlegri til sannra
framfara fyrir sjávarútveginn en aðrar aðferðir, sem kunnar eru,
ef menn skortir ekki fjelagsanda, en fjelagsandann geta menn
veitt sjer sjálfir, ef menn vilja; liann kostar eklíi peninga og
eldii taka botnverpingar hann frá oss, þó að þeir fislri í land-
helgi. Það er einmitt vonandi að þeir brýni hauu, brýni svo
deigt járn, að það bíti.
Þótt jeg hafi miðað þetta hugsaða samvinnufjelag við þil-
skipaútgjörð tii fiskiveiða, þá segir sig sjálft, að það getur átt