Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 70
64
löndum. Þar hefur snemma komið fram það grundvallaratriði,
sem hefur reynzt skilyrði fyrir vexti fjelaganna og viðgangi,
nefnilega: að skipta ágóöanum í lilutfalli við luiupin. Tímabilið
frá 1846—1862 kallar Dr. Miiller „lærdómstímann“. Fje og
erfiði er til kostað, og reynslu er saíhað til ágóða fyrir næsta
timabil; en þá velta mörg af fjelögunum út af, eða enda sem
verzlanir einstakra manna. Á næsta tímabili 1863—89 voru
það einkum alh'a þjóðamenn (interuationale), sem lífguðu kaup-
fjelögin við á ný. Þriðja tímabilið byrjar 1889. Á öðru og
þriðja tímabilinu er auðsjeð, eptir frásögninni, að fjelögin hafa
tekið mjög miklum framförum, og komizt á varaulegan fót, og
það svo, að þau hafa komið upp vel stjórnuðn sambandsfjelagi,
sem annast um sameiginleg innkaup fyrir flest fjelögin. Menn
tóku eptir þvi, að fjelögiu í kringum Basel, þar sem sambands-
stjórnin hafði aðsetur sitt, náðu bezturn kaupum, af þvi þau
slóu sjer samau um kaupin. Hin fjarlægari fjelög tóku litinn
þátt í sambandinu. Þetta varð til þess, að sambaudsstjórnin
kom á fót útibúum á ýmsum stöðum. Sambandsstjórnin og
sameiginleg kaup hafa heppnazt enn betur í Sviss en í Þýzka-
landi. Þjóðin er líka minni en hin þýzka, og hægara að koma
á reglubuudnu skipulagi.
Það sem einkum eiukennir kaupfjelögin í Sviss er, að þau
standa i nánara sambandi við hinar sósíalistisku hreifingar,
en kaupfjelög í flestum öðrum löndum. Sú skoðuu riliir þar,
að misskipting auðæfanna, með öllum sínum illu afleiðingum,
eigi að afl-miklum hluta rót sína í verzlunarfyrirkomulagi því,
sem viðgengizt hefur. Kaupfjelögin þar fyrirdæma því algjör-
lega allau verzlunargróða einstala'a mauna og yfirráð þeirra
yfir verzluninui. Markmið þeirra er því að útrýma verzlunar-
stjettinni algjörlega. Um þetta atriði eru talsvert skiptar skoðanir
í öðrum löndum.
Frásögnin um hin svo nefudu „biersecksku“ fjelög er mjög
ánægjifleg og glæsileg. En þau fjelög eru ekki einuugis kaup-
fjelög, heldur jafnframt framleiðslufjelög. Hafa þau vakið mjög
mikla og almenna eptii’tekt, þvi þeirn hefur heppnazt í raun og
sannleika að koma fjelagslegu skipulagi á ýmsar atvinuugx-ein-
ir í all-mörgum bæjum, og að reka þær í skipxflegri samvinnu.
Tilgangi þessara fjelaga og ætlunarvei'ki er þannig lýst í lög-
um þeirra: