Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 11
6
tíma liefur gjört hana að ósjálfstæðri undirlægjuþjóð og
allan þorra manna að ósjálfstæðum undirlægjum kaup-
mannastjettarinnar bæði í fjármunalegu tilliti og öðrum
greinum. Þau venja oss sjálfa við að hugsa um vorar
eigin þarfir; þau sjma oss æ betur og betur, að kaupmenn
eru alls ekki nauðsynlegir milliliðir, enda allt of dýrir,
þau sýna oss, að með því að spara þessa dýru milliliði
geturn vjer notið miklu ábatameiri viðskipta, en vjer
eigum kost á með því að lifa og deyja upp á kaupmanns-
ins náð.
En þó er enn ekki talið það, sem ekki er hvað þýð-
ingarminnst fyrir framtíðina og jeg sjer í lagi vildi gjöra
hjer að umtalsefni, en það er, að liver einstákur medlimur
verslunarfjelaganna getur, sjer alveg ótilfinnanlega, safnað
álldrjúgum liöfuðstól og það án þess að hafa nokkrar á-
hyggjur um það sjálfur. Þcssi fjársöfn geta nfl. dafnað
án þess allur þorri þeirra, sem taka þátt í þeim, viti eig-
inlega nokkuð af því.
Á þessu aurasafni, sem jeghjer bendi á — og rjettast
mun að kalla stofnsjóði, af því aðaltilgangur þeirra og
ætlunarverk bæði verður og á að vera það að mynda á
sínum tíma verzlunarstofn eða stofnfje, til þess að borga
með nauðsynjar fjelaganna fyrirfram eða út í hönd —
hafa nú nokkur af pöntunarfjelögum vorum byrjað, en ekki
er mjer fullkunnugt, hve mörg þeirra hafa gjörtþað, eða
hvað fjársafni þessu líður hjá hverju sjerstöku fjelagi nema
Verzlunarfjelagi Dalasyslu. Og þótt það byrjaði allt of
seint á þessu þarfa verki — að safna fje fyrir meðlimi
sína — þá varð það þó á undan öðrum fjelögum í þessu
og er því lengst á veg komið í því tilliti.
Það var árið 1892 að Dalafjelagið lagði fyrst á inn-
flutta vöru l1/^ °/0 fram yfir vanalegan kostnað og 1 °/0 á
innflutta peninga, og lagði þetta í svonefndan „Kaupfjelags-
sjóð“, sem stofnaður var í árslokin 1892 eða byrjun ár-
sins 1893.
Frá því 1886 að Dalafjelagið var stofnað og til 1890