Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 81
75
b. Peningar, sem fjelagið befur fengið undir bendur, erumikið
meiri en skýrslan sýnir; þvi þar fyrir utan er t. d. verð
fyrir smjör, sem befur verið í peninguni að mestu, ogýmis-
leg önnur peningaviðskipti innanlands.
Til vaxtar og viðgangs fjelagsins má telja það, að síðan
um 1890 befur það, að sínu leyti eins og kaupmenn bafa
jafnan gjört, greitt mjög fyrir viðskiptum manna á meðal, svo
sem erú almenn skuldaskipti manna í fjelaginu, greiðsla á
bankaborgunum, þinggjöldum, sveitarútsvörum, kirkjugjöldum,
prestsgjöldum o. fl. o. fl. Bæði bver einstakur deildarstjóri,
svo og reikningsbaldari fjelagsins bafa því nokkurs konar banka-
störf á bendi og þykir nú þetta alveg ómissandi; enda þyrfti
að öðrum kosti talsverða peninga til þess að bringsóla í þeim
viðskiptum*
Eitt hið djarfasta og þýðingarmesta spor, sem fjelagið hefur
stígið, var það þegar það ljet í fyrsta sinn selja alla sína sauði
á sína ábyrgð í útlöndum 1884, og upp frá þeim tima óx kapp
og áhugi almennings í fjelaginu, þótt á móti bljesi, einkum
1885 og 1886. Árin 1887 og ’88 fjekk ijelagið vörusendingar
seinni part vetrar og bafa fjelagsmenn upp frá þeim tima aldrei
þurft að flýja til annara eptir matbjörg. Og 1890 var „sölu-
deildin“ stofnuð, og hefúr hún bætt svo úr skák, að fjelags-
menn hafa alls ekki þurft að sækja til kaupmanna eitt nje
annað.
Söludeild K. Þ. var, eins og áður er sagt, stofnuð i árs-
byrjun 1890, og í þeim tilgangi að bæta úr þeirri þörf fjelags-
manna, sem fyrirframpöntun á vörum ekki gat fullnægt. Hún
hefur því einkum haft til meðferðar ýmiskonar smávarningj
liramvörur og munaðarvörur. Vöruumsetning bennar hefur ver-
ið 15—19,000 kr. á ári (nema 1892 að eins um 12,000 kr.)
reiknað eptir kostnaðarverði varanna. Salan befur nær ein-
göngu farið fram gegn borgun um leið í peniugum eða ávísun-
um á deildir fjelagsins; en þær ávísanir eru heimilaðar gegn
sömu gjaldeyristryggingum og vörupöntunin. Sá, sem vill kaupa
í söludeild fyrir vöru, leggur því vöruna inn í fjelagið og selur
það bana á bans ábyrgð, en hann fær um leið og bann af-
*) Hjá, reikningslialdara K. P. hafa milliskriptir þessar numið
vafalaust allt að 20,000 kr. á ári og hjá öllum deildarstjórum til
samans þar fyrir utan (innandeildarviðskipti) mjög miklu.