Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 52
46
Höfundur þeirrar bókar var Þjóðverjinn Karl Marx, er síð-
ar varð stórmeistari binna þýzku sósíal-demokrata. Bókin
hjet: „Tilraun til að gagnrýna hina pólitisku hagfræði"
og hún varð fyrirrennari hins heimsfræga rits eptir sama
höfund: „Kapitalið“, sem kallað er biblía hins vísinda-
lega sósíalisma. Það, sem mesta eptirtekt vakti, var kenn-
iug Marx um margföldun fjárstofnsins (kapitalsins) án eigin
tilverknaðar, og það er sú kenning, sem gjört hefur hann
frægastan; en ekki er það samt hún, sem kemur þessu
máli sjerstaklega við, heldur skoðanir hans og skilningur
á mannfjelaginu. í þeim skoðunum kemur ljóslega fram
skyldleikinn millum hans og Darwin’s. — Darwin fann
rökin til framþróunar líffæranna í baráttunni fyrir tilver-
unni. Karl Marx leitaði að rökunum til hins fjelagslega
ástands í baráttu stjettanna fyrir tilveru sinni og yfirráð-
um. í augum hans voru siðferðishugmyndirnar, rjettar-
meðvitundin, pólitikin, í stuttu máli allt ástand mannfje-
lagsins og þjóðfjelaganna einungis afleiðing af þessari bar-
áttu stjettanna um auðinn og völdin. — Það eru — segir
Marx — og hafa ætíð verið sömu stjettirnar, sem auðinn
hafa haft í höndum, sem jafnframt hafa haft hin
fjelagslegu og pólitisku yfirráð, og þess vegna hafa ráðið
skipulaginu, og lagað það og hugsunarháttinn eptir hags-
munum auðmanna og landeiganda. —
í þessari kenningu éru nú mikil sannindi fólgin, en
ekki allur sannleikurinn. Marx var að vísu snjall vís-
indamaður, en hann átti í áköfum deilum um skoðanir
sínar og kenningar, og það glapti honum sýn á innsta
kjarna málefnisins. Stjettaskipunin og skipting auðs og
valda ræður auðvitað mjög miklu um fjelagsmyndun-
ina, en ræður þó ekki eingöngu. 1 mannlífinu — eins
og annarsstaðar í náttúrunni — ræður að vísu rjettur
hins sterkara mjög miklu, en þar kemur þó ávallt, að
mennirnir eygja hærra og göfugra markmið, og enginn
getur neitað því, að siðferðishugmyndirnar, rjettarfar og
stjórnarfar hefur orðið fyrir miklum áhrifum, er ekki