Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 29
23
Það, sem mjer flnnst eðlilegasta skilyrðið fyrir að út borga
megi meira eða miuna af höfuðstólnum, er — auk dauða
og brottflutnings — upphæð stofnfjárins í hlutfalli við hina
vanalegu verslunarupphæð hvert ár. Mjer finnst þetta
eðlilegasta skilyrðið, af því það verður eptir minni skoð-
un að álítast skylda hvers fjelagsmanns að safna sjer stofn-
fje, þar til það er orðið nægilegt til þess að borga með
út í hönd þá vöru, sem hann óskar að kaupa; er því
uppástunga mín, að hver sá, sem búinn er að eignast jafn-
mikla eða meiri upphæð í stofnsjóði en nemur verslunar-
upphæð hans á ári að meðaltali frá því byrjað var að
safna stofnfjenu, að frá töldum þeim árum, sem verslun
hans hefur ekki numið 25 krónum, fái það út borgað, sem
fram yfir er, ef hann óskar þess með nægum fyrirvara,
enda standi upphæðin, sem eptir verður í sjóðnum, á heilu
stofnbrjefi, ef stofnbrjef eru gefin út.
Suinir kunna að líta svo á þetta mál sem hjer eigi
sjer stað nokkur skerðing á fjárforræði manna, og jeg skal
ekki neita því með öllu, að svo kunni að vera, og því álít
jeg rjettara fyrir stjórnendur og fulltrúa fjelaganna að
gæta hófs í því að hækka hundraðsgjaldið, þótt aðrar ástæð-
ur virðist vera til þess, nema með almennum vilja og vit-
und eigandanna, en á hinn bóginn getur ekkert verið á
móti því að lágt en fastákveðið hundraðsgjald sje lagt á
vöruna án almenns samþykkis, því bæði verður þetta ekki
gjört nema af fulltrúunum, sem mæla fyrir hönd allra
fjelagsmanna, og svo fylgir þessari litlu kvöð svo mikill
rjettur, að allir mega vel við una, og það því fremur sem
öllum hlýtur að vera það ljóst, að hjer er um ákaflega
þýðingarmikið velferðarmál að ræða.
Úr því einu sinni er búið að koma þessu ákvæði inn
lög fjelaganna, þá getur enginn skoðað það skerðing á
eignarrjetti, að því er framtíðina snertir, því hverjum ein-
um er í sjálfs vald sett, hvort hann heldur áfram að skipta
við fjelögin eða ekki og því síður eru nýir fjelagsmenn
neyddir til að ganga inn í íjelögin, og verður þetta því