Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 9
3
anlegu mögulegleikar hafa ekki komið í Ijós mjer vitan-
► lega, en þeir hafa líka töluvert að þýða, þar sem umboðs-
mönnum sjálfum og því keldur stjórnendum fjelaganna er
ærið erfltt, að minni hyggju, að bera allar slíkar getsakir
til baka með óhrekjandi sönnunum, enda þótt þær sjeu
einber illkvitni.
Á hinn bóginn eru mögulegleikarnir til fjárdráttar
fyrir stjórnendur fjelaganna hjer um bil undantekningar-
laust óhugsanlegir, ef annars almenningur vill hafa opin
augun til eptirlita, og þó hefur tortryggnin getað á stund-
um læst klærnar í þessa innlendu starfsmenn fjelaganna
og hnekkt áliti þeirra og viðgangi fjelaganna um leið.
Af því að mest virtist bera á því fyrst, hvað pönt-
unarfjelögin færðu niður vöruverð kaupmanna (útl. vöru)
og með því að öll verzlunarsamtök, scm stofnuð voru fyrir
fyrir daga pöntunarfjelaganna, höfðu gjört hið sama, meðan
þau höfðu nokkurn lífsþrótt til samkeppni, þá hefur sú
skoðun rutt sjer almennt til rúms, að það væri eiginlega
það eina ætlunarverk fjelaganna og jafnframt það eina
> við þau virðandi, að þau gerðu betri verzlun hjá kaup-
mönnunum en annars væri. Af því hefur leitt, að nálega
allir nema kaupmannastjettin hafa viljað, að fjelögin væru
til, svo að kaupmenn hefðu hitann í haldinu, og því hafa
margir tekið þannig lagaðan þátt í viðskiftunum við fje-
lögin, að það kefur litið út sem ölmusa, líkt eins og þeg-
ar verið er að halda ósjálfbjarga manni við kokur, af ótta
fyrir því, að hann kunni að verða til meiri þyngsla, ef
hann flosnar upp. Pó getur enginn sagt með vissu, að
hve míklu leyti fjelögin hafa áhrif á vöruverð kaupmanna.
Ibað efar enginn, að það sje nokkuð, en að það sje eins
mikið, þegar öllu er á botninn hvolft, og margur heldur,
það verð jeg að efa, og bj7ggi jeg það meðal annars á
því, að jeg verð ekki annars var en að kaupmenn yfir-
leitt græði allt eins mikið fje nú sem áður en kaupfje-
lögin komust á fót. Einnig virðist mjer, að kaupmenn
gjöri miklu meira að því með ýmsum kaupmannnsbrellum
1*