Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 104
98
og Guðjón Guðlaugsson, að gjöra eliki liöfundum orðsins „kaup-
fjelög“ það til „ergelsis11 að svipta kaupfjelög vor þessu nafni,
til þess að troða upp á þau öðru eins og orðinu „pöntunarfje-
lag“ í staðinn. Jeg vil einmitt, að öll fjelögin taki upp nafn-
ið og noti, allt þangað til annað betra fæst í staðinn.
Pjetur Jónsson.
3. B.ödd frá Sviss.
I ritgjörð um kaupfjelög, eptir dr. J. F. Schár, formann
fyrir sambandi kaupfjelaganna í Sviss, eru mjög ljóslega dregn-
ar fram skoðanir þær, sem í Sviss, og víðar eru- ríkjandi á-
lirærandi þýðiugu þá, sem kaupfjelögiu hafa fyrir hið almenna
mannfjelagslega skipulag. Þar eru og skýrt tekin fram mégin-
atriði kaupfjelagsskaparins. Eptirfylgjandi smágreinir eru
þýddar úr þessari ritgjörð:
1. Það eru einkum tvær spurningar, sem hið núverandi fje-
lagslega ástand krefst úrlausnar á, nefnilega:
a. Hvað ber vinnandinn (framleiðandinn) úr býtum fyrir
framleiðslu sína? (launamálið).
b. Hvað fær neytandinn fyrir gjaldeyri sinn? (kaup-
skaparmálið).
2. Hinar fjelagslegu umbótatilraunir, sem miða að því að
bæta kjör hiuna lægstu stjetta og hjálpa eignaleysingj-
unum, eru þess vegna fólgnar í tvehn meginatriðum:
a. að vinnandinn fái fullan og óskertan ávöxtinn af
vinnu sinni.
b. að neytandinn fái fullt og óskert gildi gjaldeyris sins
í góðum vörum.
3. Vanalega fær neytandinn gegn 100 aurum í gjaldeyri
sínum vörur, er að eins jafu-gilda 70—80 aurum. Með
öðrum orðum, liann verður að borga 20—30°/o i óþarfa
verðhækkuu, er gengur til milliliðauna, og flýtur af út-
hlutuninni, vanskilunum, tímaeyðslunui, fjár og vinnu-
eyðslu við hinar mörgu smáverzlauir. Þetta sýnir, að
kaupskaparatriðið er engu minna vert en launaatriðið.
4. Það virðist vera ranglátt að neytandinn — þegar hann
kaupir lífsnauðsyujar sínar — sje neyddm' til að horga
20—30°/0 af þeini til milliliðanna, fyrir þau verk, sem