Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 65
59
borgað þær vörur strax, sem þau fá í gegnum sambandsfjelag-
ið. Það síðar neínda ímynda jeg mjer að væri heppilegra. En
hvernig fær maður fjelögin til þess? Yið reynum fortölur til
þrauta og neyðumst jafnvel til hótana, en venjulega er árang-
urinn lítill“.
Eyrirkomulag sambandsfjelagsins danska er í fám orðum
þannig: Æðsta valdið er í höndum aðalfundar, sem haldinn
er i júní árlega. Atkvæðisbærir á honum eru einungis erinds-
rekar (Tillidsmænd) kaupfjelaganna, sinn írá hvarju. Á aðal-
fundi er fjelögunum skipt í ílokka, alls 21, þannig, að í hverj-
um flokki sje sem jöfnust fjelagsmanna tala. Hver flokkur (þ.
e. erindsrekar fjelagauna í hverjum flokki) velur sjer fulltrúa
og varafulltrúa. Fulltrúar þessir, kosnir til 2 ára og ganga úr
á víxl, mynda fulltrúaráð. Eufltrúaráðið velur fjelagsstjórnina,
5 manna nefnd, og er henni til aðstoðar og ráðaneytis; það
heldur 2 fundi árlega og aukafundi, þegar þörf er á. Ejelags-
stjórnin velur sjer formann, og hann hefur yfirstjóm sambands-
fjelagsins. Ejelagsstjórnin ræður og semur við alla fasta starfs-
menn fjelagsins, þar á meðal einn framkvæmdastjóra. Hún
gjörir alla samninga, og eru þeir skuldbindandi fyrir sambands-
fjelagið, ef formaður og 2 meðstjórnendur hafa undir skrifað.
2. Ensk kaupfjelög.
Enska verzlunarmála-ráðaneytið gefur árlega út skýrslu
um störf sín. Inniheldur hún meðal annars liagfræðislegar
töluskýrslur yfir höfuðútdráttinn af rannsóknum ráðaneytisins.
Bók þessi er ákaflega fýsileg fyrir alla þá, sem vit hafa á
tölum og geta dregið út úr þeim hinar ljósu og óræku sann-
anir þeirra. Bók þessi leiðir fram á sjónarsvið hinar þjóðmeg-
unarlegu og fjelagslegu hreifingar hjá Englendingum; hún er
200 blaðsíður, en svo auðug og frjósöm af skýrslum og heil-
ræðum, að hún gæti getið af sjer heilt bókasafn.
Vjer álítum ástæðu til að draga fram nokkrar tölur og
staðhafnir úr skýrslu ráðaneytisins fyi’ir 1895—1896 snertandi
hinn enska fjelagsskap; enda er hann að öllu leyti eptirtekta-
verðastur fyrir oss Dani. Hjá Englendingum og Skotum er
fjelagsskapur þessi einkum borinn upp af verkamannaliði, öfugt