Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 36
Verslunar arður.
(Eptir Benedikt Jónsson).
Það héfur opt verið talað um það, hversu nauðsynlegt
sje að draga verzlunararðinn inn í landið, en um það,
hvernig að því eigi að fara, eru víst harla skiptar skoðanir.
Mönnum kemur ekki saman um, hvað sje verzlunararður,
og menn greinir jafnvel á um það, hvað sje verzlun. Þetta
kemur auövitað meðfram til af mismunandi málsbrúkun,
svo að sinn leggur hverja meininguna í sama orðið. Sum-
ir karla ekkert verzlun nema þá atvinnu kaupmanna, að
kaupa og selja vörur sjer til ágóða, og til að ávaxta fjár-
stofn, og ekkert annað verzlunararð en fje það, er kaup-
menn þannig draga saman, og sem þeir — sjeu þeir útlend-
ir — flytji burt úr landinu, en sjeu þeir innlendir. dragi
inn í landið. Á þessum skilningi er það byggt, að koma
upp innlendri kaupmannastjett með lögum og draga þann-
ig þennan verzlunar arð með lögum inn í landið, eða rjett-
ara sagt hindra, að hann sje fluttur út úr landinu. — Aðr-
ir heimfæra undir verzlun öll viðskipti manna og þjóða
á milli, hvort sem kaupmenn reka þau sem atvinnu sína,
eða maður skiptir við mann, og verzlunar arð álíta þeir all-
an þann hagnað, sem einstaklingar og heilar þjóðir hafa
af viðskiptunum; af því að fá þarfir sínar fylltar, gegn
því, er þeir hafa aflögu af sinni eigin framleiðslu. Þetta
hlýtur að vera rjettari og yfirgripsmeiri skilningur; það
verður ekki komizt hjá að láta huggripið „verzlun“ ná
yflr allt þetta.
Það hefur verið sagt, að kaupfjelögin drægju verzlunar-
arð inn í landið, enda væri það aðaltilgangur þeirra. Aðr-