Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 96
90
laga og ákveðið, að þegar liaun sje kominn á stofn skuli fje-
lagið leggja í hann l°/0 af nettóverði sanðanna árlega. Loks
eru nokkur ákvæði um bókfærslu.
I lögum K. Þ. er, eins og sjá má, einungis grundvallar-
ákvæði fjelagsins; en hið nánara fyrirkomulag þess, sem meiri
breytiugum er undirorpið, er ákveðið með ýmsum sjerstökum
reglum og reglugjörðum, sem jeg vil leyfa mjer að telja hjer
upp:
1. Reglugjörð urn pantanir, sbr. 3. gr. fjelagslaganna (í 23. gr.).
2. Reglur um aðskilnað, móttöku og verðlag ullar (í 5. gr.).
3. Reglur um vigtun, útskipun og verðlag sauða (í 14. gr.).
4. Reglur um útbúnað og móttöku á smjöri (í 9. gr.).
5. Reglugjörð um sparisjóð í K. Þ. (í 11. gr.).
6. Reglugjörð um varasjóð kaupfjelagsm. Sbr. 4. gr. fjel.l. (í 7. gr.).
7. Keglugjörð um söludeild K. JÞ. (í 18. gr.).
8. Ymsar einstakar ályktanir fulltrúafunda, sem gilda ár eptir
ár, þangað til þær eru úr gildi teknar eða breytt.
Allar þessar reglur og reglugjörðir eru gefnar út í blaði
íjelagsins „Ofeigi“, sem hver deildarstjóri hefur í höndum og
ljær deildungum sínum til lesturs. Þær reglur, sem nefndar
eru í 1—4. og í 8. lið, hafa allar myndazt smátt og smátt í fje-
laginu og að eins nýlega verið safnað í heildir og síðan stað-
festar af fnlltrúafundi.
Pjetur Jónsson.