Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 71
65
a. að útvega fjelagsmönnum nauðsynjar þeirra sem vandað-
astar, og með sem minstum kostnaði.
b. að íramleiða sjálf sem mest og bezt af þeim vörum, sem
þar er heppilegast að framleiða.
c. að koma framleiðslu fjelagsmanna á hinn bezta markað,
með sem minstum kostnaði.
d. að koma npp hollum og bentugum híbýlum handa fje-
lagsmönnum.
e. að koma upp sparisjóðum til hagsmuna fyrir fjelagsmenn.
f. að útbreiða þekkingu á starfsemi fjelaganna, og með því
auka útbreiðslu þeirra.
g. að vinna að gagni og þroskun fjelaganna með öllum
hentugum meðölum.
Hið lyrsta af þessum fjelögum var stofnað í lok ársins
1891 í Oberwill, og var eiginlega inyndað upp úr mjólkur-
kaupfjelagi; gekk það í ársbyrjun 1893 í sambandið. hjelagið
hafði 1893 50,000 franka umsetning, en 1895 var það komið
upp í 200,000 franka. Hinn glæsilegi árangur þessa fjelags í
Obenvill varð orsök til þess, að samskonar fjelög risu upp í
mörgum öðrum bæjum. Eptir skýrslu hins svissneska sam-
bandsfjelags voru 1896 198 kaupfjelög í Sviss, fjelagsmenn í
þeim voru 75,000, og umsetningin nálægt 30 milj. franka.
Eorkólfar sambandsfjelagsins í Sviss höfðu lagt það til, að
ágóða sambandsfjelagsius væri varið til þess að stofna verk-
smiðjur, er ynnu vörur handa fjelögunum, er þeir væntu að
yrði þeim til mikils hagnaðar. Meiri hluti fjelagsmanna hefur
enn ekki viljað samþykkja þetta. Einungis litill hluti af á-
góðanum hefur verið látinn ganga til aukningar starfsfjenu,
hitt annað gengur til meðlimanna.
Árið 1895 voru tekjur sambandsfjelagsins (vöru álag o. fl.)
685,996 frankar brutto, eða 526,000 frankar netto, og nam það
9°/0 af vöruupphæðinni.
Kaupfjelögin í Sviss eru — eins og annars liklega í flest-
um löndum — einkum í bæjunum. Þetta er öfugt í Dan-
mörku, þvi hjer eru nærri öll kaupfjelögin í sveitunum. Þessi
sjerstaða Danmerkur á sjer ekki einungis stað í kauptjelags-
skapnum, heldur nálega í öllum framfara hreifingum, hverju
nafni sem nefnast. Þetta kemur heim við það, að ef til vill
ekkert land hefur eins menntaðan bændalýð. Þó byrjaði kaup-
Tlmrit kanpfjelagauua. II. 1897. ö