Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 102
96
við fleiri veiðiútgjörðir, og þar á meðal við bátaveiðina. Báta-
útgjörðarmenu hafa engn síður hvöt til saintaka í fiskverkun,
í saineiginlegum saltforða, í fisksölunni og reglulegum kaup-
fjelagsskap. Hásetar á bátum hafa einnig hvöt til að vera
meðeigendur í bátaútgjörðinni.
* *
*
Greinarkorn þetta hafði jeg skrifað áður en jeg kom á
þing næstl. sumar. En þegar þar kom, fræddist jeg um það,
að trúin á þilskipaútveg er ekki eins örugg og almenn og jeg
hafði hugsað. Ýmsir, sem jeg talaði við, hjeldu þvi fram, að
þilskipaútvegur borgaði sig yfirleitt illa fyrir aðra en kaupmenn, en
þeir einmitt næðu sjer niðri á verzlun sinni við háseta þá, sem
þeir hefðu á skipum sínum. En fái nú hásetar þeirra, eius og
ætla má, þolanlega atvinnu að öllu saintöldu og athuguðu, og
kaupmennirnir hagnað, þá er það heildin öll, sem fær liagnað,
og muudi ekki síður verða þótt heildin, útgjörðarmenn (þ. e.
kaupmenn) og hásetar, væri samviunufjelag með því fyrirkomu-
lagi, sem jeg hef beut á, og þeim muu betur sem góð sam-
vinna bæri meiri ávexti.
Jeg get nú annars vel trúað því, að þilskipaútvegur borgi
sig ver og komi ver við fyrir fjölskyldumenn heldur en báta-
útvegur, þar sem hann er eins auðsóttur og áreiðanlegur að
jafnaði og t. d. við ísafjarðardjúp. En annaðhvort eru það
öfgar, að botnverpingar sjeu búnir að ryðja mönnum af báta-
miðum víðsvegar, ellegar þilskipaútvegur ætti að borga sig fyrir
þá, sem fyrir því hafa orðið. Og sannist það, að þilskipaút-
vegur borgi sig ver fyrir oss Islendinga heldur en útlendinga
við vorar eigin strendur, þá væri sannarlegt þarfaverk fyrir
fróða menn að komast að og benda á hvernig í því getur legið.
P. J.
2. Nafnið kaupfjelag.
Eyrir nokkrum árum var í einhverri ritgjörð í blöðunum
(mig minnir í ,,ísafold“) minnzt á, hver munur væri á „kaup-
fjelögum“ og „pöntunarfjelögum11, og höfundurinn komst að
þein-i niðurstöðu, að þau ein íjelög væru kaupfjelög, semhefðu
skuldlausa verzlun, en hin ekki. Litlu síðar ritaði Torfi í Ólafs-
dal ritgjörð sína í „Andvara“ 1893 og gjörir þar þann skilmun