Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 12
6
liafði verið gott verslunarárferði, sjerstaklega að því er
snerti fjársöluna, en þó hafði það ekkert dregið saman í
sjóð, sem teljandi væri, að eins fá hundruð króna, er skoð-
að var sem varasjóður, en var aðeins eptirstöðvar eða leif-
ar, sem mynduðust fjclaginu óafvitandi sökum nauðsyn-
legrar fyrirhyggju reikningshaldara, svo fjelagið kæmist
eigi í þrot með óumflýjanlegar útborganir.
Leifar þessar stóðu í útistandandi skuldum hjá fjelags-
mönnum, og ekki allar í sem áreiðanlegustum stöðum, eins
og kom síðar í ljós, þótt reyndar hafi betur úr því ræzt en
við mátti búast.
Á þessum góðu verzlunarárum (1888—1890) hafði
íjelagið safnað skuldum við umboðsmann sinn L. Zöllner;
voru þær mestar árin 1891—92, einkum síðara árið, vegna
hins afarlága fjárverðs hjá fjelaginu, enda komst skuld
þess þá upp í 10—11 þús. krónur. Fjelagið stóð því í
mörgum greinum ver að vígi við byrjun ársins 1893 en
þegar það var stofnað, árið 1886. Það eina, sem það hafði
nú framyfir, var, að það hafði safnað sjer reynslu; reynslu
sem rjett skoðuð hlaut að gera fjelagsmenn hyggna, þótt
hún gerði þá ekki ríka. Hún sýndi, að það, sem var kom-
ið á fremsta hlunn með að steypa fjelaginu, var fjelags-
mönnum sjálfum að kenna, þeirra eigið fyrirhvggjuleysi,
en jafnframt eðlileg bernskubrek fjelagsins, sem hægt var
að leggja niður með fullorðiusárunum.
Haustið 1892 sendi fjelagið formann sinn skólastjóra
Torfa Bjainason í Óiafsdal til Skotlands ogEnglands, til
jiess að kynnast fjársölunni og fleiru fjelagsverzluninni
viðvíkjandi. í þeirri ferð kynntist hann hinum brezku kaup-
fjelögumogsá þá og sannfærðist um, hve afar mikla yfir-
burði fyrirkomulag þeirra hafði fram yfir fyrirkomulag
hinna íslenzku pöntunarfjelaga. Hann sá þá glöggar en
áður, hve fjelag það, er hann veitti forstöðu, stóð á völtum
fæti, en sjer í lagi sá hann, að ávinningurinn var því nær
ósýnilegur, eða mcð öðrum orðum: harm sá mjög glöggt
hina blómlegu ávexti brezku fjelaganna en ekki eða þá