Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Qupperneq 67
61
störfum. Árið 1894 liöfðu 313 fjelög tekið upp þess kyns
störf," og 1895 voru þau komin upp í 494. I þeirra eigin verk-
smiðjum unnu árið 1894 alls 4581 manns og árinu eptir 8873
manns, eða nálega kelmings fjölgun á árinu. Verðhæð þess er
fjelögin framleiddu var:
1894 Lstrl. 1,514,528
1895 — 2,374,275
rjelögin á Englandi og Skotlandi hafa gengið í 2 sam-
bandsQ’elög, sem annast vörukaup handa fjelögunum að mestu
leyti. Þessi svo nefndu „Wholesales Societies11 (stórkaupafje-
lög) eru einnig byrjuð á að stofna verksmiðjur, og byrgja þau
fjelögin af sínum eigin framleiðslu vörum. Árið 1895 hafði
enska sambandsfjelagið 3265 verkamenn, og hið skozka 2751.
Kanpfjelögin á Bretlandi hafa því á árinu 1895 tekið stórkost-
legri framfór í eigiu framleiðslu á vörum.
Að því er snertir þau fjelög, sem eingöngu eru vöruselj-
endm-, en ekki kaupendur eins og kaupfjelögin, þá er tala
þeirra ekki nærri eins mikil. Árið 1894 voru 165, og árið á
eptir 185 framleiðslufjelög; þar á meðal 9 kornmillur, 50 skó-
verksmiðjur, 30 tóvinnuhús, 22 máknverksmiðjur, 19 bygginga-
fjelög, 10 akuryrkjufjelög o. s. frv. 011 framleiðslu fjelögin til
samans höfðu 1895 8039 verkamenn og framleiddar vörur
þeirra námu 2,576,074 Lstrl.
Einkennilegt er það, að þessi fjelög taka litlum framfórum
og virðast ekki úthaldsgóð. Mjög mörg af þeim kollvarpast
eptir skamma hríð, og þau, sem lifa lengur, taka skjótt þeirn
breytingum, að þau fara að líkjast venjulegum hlutafjelögum.
Af þessu getum vjer dregið þá ályktun, að það sjeu einungis
kaupfjelögin, sem eigi varanlega framtíð í vændum. En þau
verða þá, eins og á sjer stað í stórmn stil á Englandi, að taka
jafnframt að sjer framleiðslu á vörum.
(Þýtt úr „Maanedsblad for Danmarks Brugsforeninger“).
3. Samlagsstofnanir á Þýzkalandi.
Eormaður fyrir aðalsambandi þýzkra atvinnu- og kaupfje-
laga, hr. E. Scheuck í Berlin, segir í skýrslu, sem hann gefur
um fjelögin 1895, að á öllu Þýzkalandi muni vera ekki færri
en 11,141 samvinnufjelög, nefuilega: