Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 84
78
Fjársöfnunarstefnan fjekk allt of seint byr í K. Þ. Að
vísu var stofnaður sparisjóður í fjelaginu 1890, og ábyrgðar-
sjóður fyrir útflutt sauðfje 1891. En þótt minnzt væri á vara-
sjóðsstofnun, var því ekki mikill gaumur gefinn, þangað til
árið 1894; þá gekk það í gegn á aðalfundi mjög greiðlega að
leggja 3°/0 af aðfluttum vörum í varasjóð. Hafði málið verið
borið undir deildirnar, og fengið meðmæli allsstaðar. Þenna
góða byr hef jeg þakkað að miklu leyti hinni góðu ritgjörð
Torfa í Ólafsdal í Andvara 1893. Sjóður þessi heitir „Vara-
sjóður fjelagsmanna í K. Þ.“ og er með nokkurn veginn sama
fyrh-komulagi og sjóður Dalafjelagsins; en ávaxtaður er hann í
fjelaginu sjálfu.
Um síðastliðin árslok (1896) námu sjóðseignh- fjelagsmanna
að samtöldu:
a. I sparisjóði.....................kr. 2657
b. í varasjóði kaupfjelagsmanna . . — 4286
c. I stofnfjársjóði söludeildar ... — 5253
d. í hlutabrjefum (hluteign í húsuuum) — 3680 j^. 15^876
A\ik þessa var og eign fjelagsins
sem heildar;
a. Sauðaábyrgðarsjóðurinn . . . . kr. 3401
b. Afgangur í kostnaðarreilmingi . — 3031 6,432
Þetta verður samtals kr. 22,308
Söludeildinni er og eignaður varasjóðm- (o: 1500 kr.), sem
jeg jafna á móti hæfilegu verðfalli á vöruforða hennar. Hús
og áhöld fjelagsins eru vafalaust yfir 10,000 kr. virði (þótt hluta-
brjefin nái ekki 4000 lu\). En á þeim hvílh’ líka nálega 5000
kr. skuld. Hlutabrjefin ættu því að vera allt að 1200 kr. meira
virði en nafnverð þeúra er samanlagt.
St'órf fjelagsstjórnar K. Þ. eru umfangsmeiri en í öðrum
íslenzkum kaupíjelögum, sem jeg þekki, enda er og meiru til
þeirra kostað en í þeim flestum. — Milliskriptir og peninga-
störf eyða meira en þriðjuug af starfstíma formanns, og sölu-
deildin kostar fjelagsstjórnina allmikinn tima; þvi húu leggur
verð á vöru henuar auk annara reikningsstarfa við hana. Þá
er og allmikið verk að færa reikninga sparisjóðsins, varasjóðs
kaupfjelagsmanna og stofnfjársjóðs söludeildar. Öll störf við
móttöku og afhending á vörurn fjelagsins, svo og uppskipun
og útskipun felur fjelagsstjórnin sjerstökum mauni og hefur