Andvari - 01.10.1962, Page 12
250
IÍRISTJÁN ELDJÁRN
ANDVARI
orð falla, að bærinn mun vissulega bafa
verið farinn í eyði áður en ritöld hófst
hér á landi. Svo gamall er hann. Og
verður nú hér að hverfa um sinn að
þeirri fræðigrein, sem nefnist öskulaga-
tímatal og byggist á rannsóknum þeirra
öskulaga, sem sjá má í jarðvegssniðum
víða um land og hvert um sig táknar til-
tekið eldgos. Ef kostur er að ákvarða ald-
ur þessara laga, er auðséð hve geysimikla
þýðingu það getur haft til tímaákvörðun-
ar þeirra mannaminja, sem í jörðu finn-
ast, ef afstaða þeirra til laganna er skýr.
Sigurður Þórarinsson hefur manna mest
lagt stund á tímatalsrannsóknir öskulaga
og þegar náð mikilsverðum árangri.
Þegar bærinn í Stöng var grafinn upp
árið 1939, var augljóst hverjum senr sá,
ið þau hús höfðu fyllzt af hvítum hrein-
um vikri cða eldfjallaösku, meðan húsin
voru cnn uppistandandi. I fyrstu var það
álit Sigurðar Þórarinssonar, að þetta mikla
öskulag, sem víða lætur mikið á sér bera
i rofabökkum og sandabreiðum Þjórsár-
dals, væri frá Heklugósi miklu, sem ann-
álar geta um árið 1300. Væri það rétt,
hlaut bærinn í Stöng og margir fleiri bæir
í Þjórsárdal að hafa verið í byggð fram að
þeim tima. Af sögulegum rökum þótti þó
ýmsum sem þessi byggð hlyti að hafa
eyðzt löngu fyrr, cnda voru öskulaga-
rannsóknir mjög á byrjunarstigi, enn sem
komið var. Nú, eftir rösk 20 ár, er margt
ljósara en þá var, enda virðist nú orðið
fullt samkomulag allra dómbærra aðilja,
að öskufall þetta, sem grandað hefur bæn-
urn í Stöng og gert Þjórsárdal því nær
alauðan, hafi orðið í Heklugosi árið 1104,
hinu fyrsta eftir að land byggðist. Hér er
því fast undir fótum.
Þegar við hófum uppgröft bæjarins í
Gjáskógum, þótti okkur líklegt, að sá
Eldstæði á miðju skálagólfi.