Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Síða 21

Andvari - 01.10.1962, Síða 21
ANDVARI KRAFTAVHRKIÐ I OLOVO 259 stúlkan rétti allt í einu úr sér, sem hún hafði aldrei áður gert, lét handleggina, sem þær höfðu haldið um, falla niður með síðunum og gekk hægt, ennþá dálítið álút, og óstöðug eins og lítið barn. Hún breiddi út faðminn. Á þunnri, votri nærskyrtunni sást rnóta fyrir dökkum, roðnandi vörtum á litlu brjóstunum. Llndir þungum bránum glampaði á tár. Allt í einu gliðnuðu þykkar varirnar í óvæntu brosi, sljóu og munúðlegu. Hún lyfti höfði, og með sjónir festar á Ijósgeislanum hrópaði hún allt í einu óvenjulega skærri og sterkri rödd: — Það er liann, — hann kemur í skýjunum. Jesús! Jesús! O — ó! Það var eitthvað óttablandið og hátíðlcgt í þessari rödd. Allar konurnar lutu höfði fyrir henni. Enginn þorði að líta upp á veiku stúlkuna eða sýn þá, sem henni bar fyrir augu, en allar fundu til hennar uppi yfir sér. Sumar tóku að biðjast fyrir upphátt; öðrum varð svo mikið um, að bænir þeirra urðu að gráti og háum stunurn. Þær heyrðust berja sér á vot brjóstin; og þetta voru óvenjuleg og undarleg hljóð, sem einungis gefur að heyra, þegar fólk er lémagna af sársauka eða gleði og gleymir að gæta sín og gleymir feinmi sinni. Klingjandi bergmálið magnaði raddirnar og teygði þær, og allt blandaðist niðinum af vatn- inu, sem fossaði niður jafnt og þétt. Sú eina, sem ekki laut höfði, var gamla konan, frú Bademlic. Hún steig upp á annað þrepið, þar sem vatnið náði henni aðeins í ökkla, og þaðan horfði hún rannsakandi, eftirvæntingarfull og ströng í bragði á dóttur sína, hreyfingar hennar og þetta nýstárlega bros á andliti hennar. Og allt í einu ýtti hún mág- konu sinni til hliðar, gekk til stúlkunnar, tók annarri hendi um mitti hennar og hinni undir hnésbæturnar, og hún bar hana upp í herbergið, þar sem fötin voru geymd, stórstíg og reiðileg í fasi, eins og hún væri að fela einhverja svívirðu. Hér var rökkur og kyrrð. Hún lagði bamið niður og litaðist um. Það fór titringur um líkama litlu stúlkunnar við þessa snöggu breytingu, og hún lá enn á ný í hnipri á miðju gólfinu; en á andliti hennar var ennþá þetta munúðar- fulla, seyrða og breiða bros. Frá baðsalnum bárust til þeirra bænir og hróp yfir þessari dásamlegu lækn- ingu. Gamla konan stóð grafkyrr og hnipin, alvörugefnari og þungbúnari en hún var vön. Hún skildi það eitt, að þetta var bros föðurins, og allt var unnið fyrir gýg. Svo virtist sem hún yrði að flýta sér hvað aftók að snúa baki við heiminum og verða ein með Guðsmóður, sem hún átti nú eftir að gera upp sakir við, og hún sneri sér út í dimmasta hornið og hvíslaði másandi og snöggt: — Taktu hana! Taktu hana! Þessi orð endurtók hún nokkrum sinnum, og leit ekki einu sinni við stúlkunni, sem lá titrandi fyrir fótum hennar. Andrés Björnsson þýddi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.