Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1962, Page 33

Andvari - 01.10.1962, Page 33
ANDVAllI LANDVÆTTIR OG ÁLFAR 271 Álfatrúin verður hins vegar vart skilin frá jarðrækt og þeim frjósemihugmynd- um, sem hvarvetna eru sterkastar í trúar- lífi þess fólks, sem á allt sitt undir frjó- magni moldarinnar komið. Landvættir geta að sjálfsögðu runnið saman við álf- ana, þegar það land, sem þær ráða, verður ræktað land, og þær hafa þá auðvitað áhrif á frjósemi þess eins og annað. En það frjósemihlutverk er viðbótarhlutverk, en ekki aðalhlutverk eins og hjá álfun- um. 1 Eddu Snorra Sturlusonar er álfum skipt í tvo flokka, Ijósálfa og dökkálfa. Búa þeir fyrri í Álfheimi, en hinir síðari neðan jarðar ,,og eru þeir ólíkir sýnum og miklu ólíkari reyndum". Ekki er ástæða til að 'leggja mikið upp úr þessari skipt- ingu. Líklegast er hún einungis skýring, sem Snorri hefur húið sér til, til þess að skýra þann mun, sem honum hefur virzt vera á þeim álfum, sem goðkvæðin nefna við hlið ása, og jarðbúum þjóð- trúarinnar. Þessi munur hefur tæpast verið fyrir hendi í heiðinni þjóðtrú. Benda má þó á, að síðari flokkurinn, dökkálfarnir, minna mjög á bæði álfa Kormáks sögu og þær verur, sem ganga undir sama nafni í yngri þjóðtrú íslenzkri. Álfa er ekki oft getið í íslenzkum fornritum. Þær heimildir, sem ætla má að eigi rætur í heiðni, hafa þegar verið nefndar. Næst er álfa getið í Guðmundar sögu Arasonar: „Sá vetur var kallaður kynjavetur, af því að þá urðu margir undarlegir hlutir. Þá voru sénar sólir tvær saman. Þá voru sénir álfar eða aðrir kynjamenn ríða margir saman í flokki í Skagafirði, og sá Án Bjarnason." TILVITNANIR: (Tilvitnunakerfið er ófullkomið. Vísað er einungis til þess, sem óhjákvæmilegt má teljast, og má vera að sums staðar gæti nokkurs ósamræmis. Þannig er t. d. ekki vísað nánar til fornrita en gert er í meginmáli, og er þess vænzt að slíkt komi ekki að sök.) 1) Heiðinn siður á íslandi, Rvík 1945, s. 73. 2) Egils saga, íslenzk fornrit II., Rvík 1933, s. 163 og 165, neðanmáls. 3) Fil. lic. Bo Almqvist í Uppsölum hefur gefið mér drýgstar leiðbeiningar til skilningsauka á þessu atriði. 4) Nordisk mytologi, Ilelsingfors 1922, s. 61. 5) Sjá t. d. Birkeli: Fedrekult i Norge, Oslo 1938. 6) Samanber Dag Strömbáck: Nágra drag ur áldre och nyare islándsk folktro (Island. Bilder frán gammal ocb ny tid), Uppsala 1931, s. 61. 7) Fedrekult, s. 93. 8) Samanber og Heiðinn siður, s. 81—2 og Einar ól. Sveinsson: Um íslenzkar þjóðsögur, Rvík 1940, s. 142. 9) Folke Ström: Tidrandes död (Arv 8), Uppsala 1953, s. 117. 10) Hilding Celander: Förkristen jul enligt norröna kallor, Stockholm 1955. 11) Fedrekult, s. 87. 12) Tidrandes död. 13) Sjá Áke Hultkrantz: The Supernatural Owners of Nature (Stockholm Studies in Compara- tive Religion I.) Stockholm 1961.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.