Andvari - 01.10.1962, Page 33
ANDVAllI
LANDVÆTTIR OG ÁLFAR
271
Álfatrúin verður hins vegar vart skilin
frá jarðrækt og þeim frjósemihugmynd-
um, sem hvarvetna eru sterkastar í trúar-
lífi þess fólks, sem á allt sitt undir frjó-
magni moldarinnar komið. Landvættir
geta að sjálfsögðu runnið saman við álf-
ana, þegar það land, sem þær ráða, verður
ræktað land, og þær hafa þá auðvitað
áhrif á frjósemi þess eins og annað. En
það frjósemihlutverk er viðbótarhlutverk,
en ekki aðalhlutverk eins og hjá álfun-
um.
1 Eddu Snorra Sturlusonar er álfum
skipt í tvo flokka, Ijósálfa og dökkálfa.
Búa þeir fyrri í Álfheimi, en hinir síðari
neðan jarðar ,,og eru þeir ólíkir sýnum og
miklu ólíkari reyndum". Ekki er ástæða
til að 'leggja mikið upp úr þessari skipt-
ingu. Líklegast er hún einungis skýring,
sem Snorri hefur húið sér til, til þess
að skýra þann mun, sem honum hefur
virzt vera á þeim álfum, sem goðkvæðin
nefna við hlið ása, og jarðbúum þjóð-
trúarinnar. Þessi munur hefur tæpast
verið fyrir hendi í heiðinni þjóðtrú.
Benda má þó á, að síðari flokkurinn,
dökkálfarnir, minna mjög á bæði álfa
Kormáks sögu og þær verur, sem ganga
undir sama nafni í yngri þjóðtrú íslenzkri.
Álfa er ekki oft getið í íslenzkum
fornritum. Þær heimildir, sem ætla má
að eigi rætur í heiðni, hafa þegar verið
nefndar. Næst er álfa getið í Guðmundar
sögu Arasonar: „Sá vetur var kallaður
kynjavetur, af því að þá urðu margir
undarlegir hlutir. Þá voru sénar sólir
tvær saman. Þá voru sénir álfar eða aðrir
kynjamenn ríða margir saman í flokki í
Skagafirði, og sá Án Bjarnason."
TILVITNANIR:
(Tilvitnunakerfið er ófullkomið. Vísað er einungis til þess, sem óhjákvæmilegt má teljast,
og má vera að sums staðar gæti nokkurs ósamræmis. Þannig er t. d. ekki vísað nánar til fornrita
en gert er í meginmáli, og er þess vænzt að slíkt komi ekki að sök.)
1) Heiðinn siður á íslandi, Rvík 1945, s. 73.
2) Egils saga, íslenzk fornrit II., Rvík 1933, s. 163 og 165, neðanmáls.
3) Fil. lic. Bo Almqvist í Uppsölum hefur gefið mér drýgstar leiðbeiningar til skilningsauka á
þessu atriði.
4) Nordisk mytologi, Ilelsingfors 1922, s. 61.
5) Sjá t. d. Birkeli: Fedrekult i Norge, Oslo 1938.
6) Samanber Dag Strömbáck: Nágra drag ur áldre och nyare islándsk folktro (Island. Bilder
frán gammal ocb ny tid), Uppsala 1931, s. 61.
7) Fedrekult, s. 93.
8) Samanber og Heiðinn siður, s. 81—2 og Einar ól. Sveinsson: Um íslenzkar þjóðsögur, Rvík
1940, s. 142.
9) Folke Ström: Tidrandes död (Arv 8), Uppsala 1953, s. 117.
10) Hilding Celander: Förkristen jul enligt norröna kallor, Stockholm 1955.
11) Fedrekult, s. 87.
12) Tidrandes död.
13) Sjá Áke Hultkrantz: The Supernatural Owners of Nature (Stockholm Studies in Compara-
tive Religion I.) Stockholm 1961.