Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1962, Side 38

Andvari - 01.10.1962, Side 38
276 KRISTJÁN ALBERTSSON ANDVARI Strax í fyrsta tlaði Suðra hefjast ónot í garð Jóns Ólafssonar, því Einar Þórðarson auglýsir: „Nú stendur á handritinu í end- ann á blaðinu Skuld, en jafnóðum og eg næ því hjá ritstjóranum, skal eg láta blaðið koma út sem fyrst.“ Jón svarar með leið- réttingu í Suðra, segir að Einar hafi fengið talsvert meira af handriti í Skidd en hon- um hafi borið samkvæmt samningi; hins- vegar hafi staðið á borgun frá Einari. En milli Jóns Ólafssonar og Gests Páls- sonar er enn allt með felldu. Þegar Hannes Hafstein sendir Þjóðólfi kvæði sitt til Matthíasar Jochumssonar, kveinkar Jón Ólafsson sér við að birta það, lætur Gest Pálsson fá það í Suðra. Jón skrifar Hannesi að sér finnist hann beina „rýrðar- eða kala- skeytum" að Steingrími Thorsteinssyni, jafnvel ganga í berhögg við hann í kvæði sínu. Rilstjóri „Suðra". Rvík 23. marz 83. Kæri kollega. Þökk fyrir bréfið þitt seinast og enn meiri þökk fyrir kvæðin þín. Eg ætla að láta Suðra fljúga með þau næst þegar hann kemur út. Eg talaði við Jón Ólafs- son um Mattíasarkvæðið; hann vill ekki prenta það, held eg, vegna Steingríms og ætlar að yfirlevera það í mínar hendur, en fann það ekki í þann svipinn, sem eg kom til hans og talaði við hann um þetta. En hann finnur það sjálfsagt og ætlar svo að afhenda mér það. Það skal koma í Suðra. Eg sá það hjá Jóni Ólafs- syni um daginn og þótti það eitt að því, að mér fannst þú kollega rninn, gera ofmikið úr Matta, því í grunden er hann gemeinn bavíáni, þó hann unægtel. hafi ort falleg kvæði á milli. En sem sagt, ef eg fæ það — sem eg ekki efast um — þá skal það koma í Suðra. Með næstu ferð skal eg reyna til að vera búinn að trumba einhverja sögu saman í Verðandi og senda ykkur. Reynd- ar er minn tími ekki góður til produk- tíóna, hann er allur sundurliðaður. Eg hef helvíti mikið að gera við blaðið svona fyrst um sinn, því að eg þarf að kúrera á mig og setja mig inn í talsvert af þess- um íslenzku pólitísku málum. Svo er eg hjá amtmanninum venjulega 3 tíma á dag við skriftir o. sv. frv. Og svo er eg mér þar fyrir utan úti um alla mögulega vinnu, sem hægt er að fá. Ilér er helvíti dýrt að lifa og eg kemst ekki af með minna en 80 kr. um mánuðinn, svo ekki veitir af, að maður reyni til að fanga svo marga aurana sem hægt er. Hér er annars helvíti leiðinlegt. Harpa1) söng hér um daginn og var það hálf- þunn konsertskemmtun. Meðal annars söng hún lag, sem Helgi snikkari hefur „componerað" við Skarphéðinn þinn; það lag er hreint monstrum af einni melodíu og gerði þó lukku hér, því fólk hefur ekki vit á músik fremur en öðru. Yfir höfuð er það langverst þegar gemeinir bavíánar taka falleg kvæði til að spólera undir sinni hrossabrestsmúsik. Þér þykir eg taka alltof mjúkum hönd- um á kallgarminum honum Gröndal. Ójú, kollega minn, eg hafði ekki brjóst í mér til þess að fara mjög illa með hann þá, því þá dagana sem eg svaraði honum var verið að setja hann frá kennaraemb- ættinu við skólann og hann svo knekk- aður og rúineraður sem nokkur maður getur orðið. Ef hann kemur aptur skal eg svara allt öðruvísi, en það lítur nú út fyrir að hann ætli að láta mig í friði um stund. Nú er Gröndal fjarska skikk- anlegur og gengur trallandi um göturnar af ánægju með sjálfan sig og er þó ófullur. Kallinn hann Einar prentari siglir nú með ferðinni til að útvega sér danska prentara. Feginn vil eg biðja þig og ykkur Einar og Bertel að vera honum heldur 1) Söngfélag Reykvíkinga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.