Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 41

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 41
ANDVARI BRÉF VERÐANDI-MANNA TIL HANNESAR HAFSTEINS 279 ætla eg að halda því áfram, enda má ekki minna vera fyrir kvæði þau, sem þú hefur gefið Suðra, og sem eg þykist eiga von á að fá frá þér framvegis. A seinasta blaðinu sérðu líka, að við Einar ætlum að stækka hann frá nýjárinu. Kr. Ó. Þor- grímsson hefur selt Einari sinn part fyrir 300 kr. Eg fyrir mitt leyti hef ekkert á móti þeim skiptum, því ætíð er betra að eiga við einn en tvo. Kaupendatalan, sem frá er sagt í Suðra, þykir þér að líkind- um há, en hún er þó sönn. Ritstjórnar- laun mín verða 60 kr. um mánuðinn eptir nýjárið, dto á amtskontórnum 25 kr., dto fyrir að kenna börnum lands- höfðingjans 1 tíma á dag 15 kr. = til- samans 100 kr. um mánuðinn. Nú sem stendur eru laun mín eða réttara lifipen- ingar: 40 kr. fyrir Suðra -j- 25 (amts- kontórinn) -j- 15 (landshöfðingjabörnin) = 80 kr. Upp úr þinginu hafði eg 300 kr.1) Þarna hefurðu minn ökonomiska status í fáum línum. Eptir nýjárið kem eg til að geta haft það bærilegt, þó reyndar ekki megi minna vera en 100 kr. um mánuðinn. Valdimar Ásmundarson er dæmdur í 50 kr. sekt til landssjóðs (eða 15 daga einfalt fangelsi), 10 kr. í málskostnað og allt mortificerað. í tveimur málum á eg við Jón Ólafsson, öðru út úr þjófnaðar- greininni í Þjóðólfi, hinu út úr „ósann- indamanns“-yfirlýsingunni í mörgum blöðum Þjóðólfs. Hvorugt þeirra er komið í dóm enn, en góða von hef eg um að vinna þau bæði. Þú getur nærri að í slíku braski er ekki mikið næði til skáldstarfa, enda hef eg ekki nærri gyðjunni komið nema búið til Nordenskjöldskvæðið, sem þú sér í Suðra. Fyrir það fékk eg 20 kr. miðdag (var mcð gratis í Nordcnskjöldsveizlunni). Steingrímur1) forðast mig eins og heitan eldinn og talar um mig allar skammir á bak, en eg „drilla" honum dálítið með elskværdighed þegar ég næ í hann. Tobba Sveinsdóttir og Benidikt Grön- dal búin að slá pjötlum sínum saman og Tobba flutt til Bensa.2) Þetta er nú fréttnæmt i borginni. Einar Hjörleifsson hefur alveg svikið mig um allt, fréttir, artikula etc., svo eg get því ekki minna gert en svikið hann líka um Suðra. Segðu honum það frá mér. Hvernig líður Sigurði Hjörleifssyni? Mig minnir, að hann hafi lofað að skrifa mér. Þú getur að minnsta kosti minnt hann á það með kveðju frá mér. Berðu Bertel kveðju. — Hvern lizt þér, að eg fái fyrir fréttaritara útl. frétta af löndum í Ilöfn fyrir Suðra, því á Einar þori eg ekki að reiða mig framar? Því það er víst ekki tiltök að nefna þess konar við þig? Eg kysi þig náttúrlega helzt af öllum, en ef þú vilt ekki takast það á hendur, sem eg reyndar býst við, bentu mér þá á einhvern. Afmælisdagur minn var í gær; eg sagði engum frá því, sat heima og skrif- aði ,,indlæg“ í öðru málinu okkar Jóns Ól. Skrifaðu mér vel og rækilega aptur, þá skal eg skrifa betur næst. Þinn Gestur Pálsson. Suðri gerir 1 3. október harða árás á Jón Ólafsson fyrir ferðakostnaðarreikning hans sem alþingismanns, en Jón hafði flutzt frá Kaupmannahöfn til þess að taka sæti á alþingi. 3. nóvember segir Suðri að von sé á nýju 1) Thorsteinsson. 2) Frá sambúð Þorbjargar Sveinsdóttur og Gröndals segir Matthías Jochumsson í Sögn- köflum af sjálfum mér (bls. 284). 1) Gestur var þingskrifari sumarið 1883.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.