Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1962, Side 44

Andvari - 01.10.1962, Side 44
282 KRISTJÁN ALliERTSSON ANDVARI til. Mér finnst stundum eins og kopar- húð af mísanthropíu sé lagt um mig allan og stundum langar mig svo óend- anlega burtu, langt burtu. En í raun og veru langar mig til að stríða þetta óær- lega stríð út og fara svo. Menn eru að lá mér að eg hafi ekki frálagt mér nafnið atheisti. En hvernig skyldi eg fráleggja mér það sem eg álít heiðursnafn? Langt er liðið á nótt. Lifðu vel. Þinn Gestur Pálsson. Orðahnippingum milli Gests Pálssonar og Jóns Ólafssonar heldur áfram á næstu árum, annað kastið, og verður sú saga ekki frekar rakin hér. — Mikill styr stendur þenna vetur í íslendingafélagi í Kaup- mannahöfn um formanninn, Tryggva Gunn- arsson, og birtast árásargreinar á félagsstjórn hans í íslenzkum blöðum. Svo er að heyra á næsta bréfi Gests til Hannesar Hafsteins, að honum þyki fyrir því að bafa ekki gögn í höndum til að bera blak af Tryggva — sem var hollvættur þeirra Verðandi-manna, hafði kostað útgáfuna á riti þeirra. — Á nýári 1884 hefur liafið göngu sína nýtt mánaðarrit íslendinga í Kaupmannahöfn, Heimdallur, og flytur m. a. kvæði og sögur eftir Verðmidi-skáldin þrjú, sem enn eru ytra. Rvík 22 marz 84. Kæri vinur! Mér er ómögulegt að skrifa þér nema fáeinar línur. Heilsaðu Tryggva1) kær- lega og segðu honum, að betra hefði verið, að hann hefði skrifað mér greinil. um „mudderet" í Isl. félagi, því nú hefur Þjóðólfur slegið sér upp á því að skamma Tryggva fyrir það og Skúli2) ber út allar skammir um hann; en cg get ekkcrt gert, 1) Gunnarssyni. 2) Tboroddsen. því eg veit ekkert. Eg ætla að senda Heimdalli nóvellur með vorinu fyrst ná- lúsin er hurtu rekin. Eg á enga nóvellu til núna til að senda tilvonandi Verðandi. Minn tími er svo upptekinn, að eg þarf stundum að taka næturnar með og þoli það þó ekki, síðan 1. febr. er eg nl. „með- regent“ Einars í prentsmiðjunni og þar er allt á hausnum. Heilsaðu fyrir mig Birni1) og segðu honum að eg skuli senda honum nóvellu með vorinu og kannskc kvæði líka. Maður verður að virða það, að hann hefur rekið nálúsina burtu. Sendu mér kvæði. Mattías er soddan rót, að hann er farinn að yrkja í ísafold, cn hefur einu sinni eða réttara sagt hvað eptir annað sagt að „hvert eitt einasta vísuorð eptir sig skyldi koma í Suðra.“ Eg er alltof stoltur til þess að skrifa honum til eða skamma hann fyrir þetta, en kvæðin les eg í ísafold. Þau eru nú reyndar þunn; honum er auðsjáanlega fjarskalega að fara aptur, þó hann alltaf sé dálítið skárri en Steingrímur. Fyrirgefðu, kæri vinur, þetta flýtisrisp; eg skal skrifa betur næst. Þinn einl. vinur Gestur Pálsson. Menn eru hér að drilla mér með því, að þið neitið mér um vena poetica, þar sem þið eigið að hafa sagt á ísl. fundi, að í Rvík sé ekkert skáld. Eg veit, að þetta er einhver misskilningur. Þinn Gestur. Gestur lifir um efni fram, gerist skuld- um vafinn — og því fór sein fór, eins og fram kemur í næsta bréfi. 1) Bjarnarsyni, ritstjóra Heimdalls.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.