Andvari - 01.10.1962, Side 44
282
KRISTJÁN ALliERTSSON
ANDVARI
til. Mér finnst stundum eins og kopar-
húð af mísanthropíu sé lagt um mig
allan og stundum langar mig svo óend-
anlega burtu, langt burtu. En í raun og
veru langar mig til að stríða þetta óær-
lega stríð út og fara svo. Menn eru að
lá mér að eg hafi ekki frálagt mér nafnið
atheisti. En hvernig skyldi eg fráleggja
mér það sem eg álít heiðursnafn?
Langt er liðið á nótt.
Lifðu vel.
Þinn
Gestur Pálsson.
Orðahnippingum milli Gests Pálssonar
og Jóns Ólafssonar heldur áfram á næstu
árum, annað kastið, og verður sú saga ekki
frekar rakin hér. — Mikill styr stendur
þenna vetur í íslendingafélagi í Kaup-
mannahöfn um formanninn, Tryggva Gunn-
arsson, og birtast árásargreinar á félagsstjórn
hans í íslenzkum blöðum. Svo er að heyra
á næsta bréfi Gests til Hannesar Hafsteins,
að honum þyki fyrir því að bafa ekki gögn
í höndum til að bera blak af Tryggva —
sem var hollvættur þeirra Verðandi-manna,
hafði kostað útgáfuna á riti þeirra. — Á
nýári 1884 hefur liafið göngu sína nýtt
mánaðarrit íslendinga í Kaupmannahöfn,
Heimdallur, og flytur m. a. kvæði og sögur
eftir Verðmidi-skáldin þrjú, sem enn eru
ytra.
Rvík 22 marz 84.
Kæri vinur!
Mér er ómögulegt að skrifa þér nema
fáeinar línur. Heilsaðu Tryggva1) kær-
lega og segðu honum, að betra hefði
verið, að hann hefði skrifað mér greinil.
um „mudderet" í Isl. félagi, því nú hefur
Þjóðólfur slegið sér upp á því að skamma
Tryggva fyrir það og Skúli2) ber út allar
skammir um hann; en cg get ekkcrt gert,
1) Gunnarssyni.
2) Tboroddsen.
því eg veit ekkert. Eg ætla að senda
Heimdalli nóvellur með vorinu fyrst ná-
lúsin er hurtu rekin. Eg á enga nóvellu
til núna til að senda tilvonandi Verðandi.
Minn tími er svo upptekinn, að eg þarf
stundum að taka næturnar með og þoli
það þó ekki, síðan 1. febr. er eg nl. „með-
regent“ Einars í prentsmiðjunni og þar
er allt á hausnum. Heilsaðu fyrir mig
Birni1) og segðu honum að eg skuli senda
honum nóvellu með vorinu og kannskc
kvæði líka. Maður verður að virða það,
að hann hefur rekið nálúsina burtu.
Sendu mér kvæði. Mattías er soddan
rót, að hann er farinn að yrkja í ísafold,
cn hefur einu sinni eða réttara sagt hvað
eptir annað sagt að „hvert eitt einasta
vísuorð eptir sig skyldi koma í Suðra.“
Eg er alltof stoltur til þess að skrifa honum
til eða skamma hann fyrir þetta, en
kvæðin les eg í ísafold. Þau eru nú
reyndar þunn; honum er auðsjáanlega
fjarskalega að fara aptur, þó hann alltaf
sé dálítið skárri en Steingrímur.
Fyrirgefðu, kæri vinur, þetta flýtisrisp;
eg skal skrifa betur næst.
Þinn einl. vinur
Gestur Pálsson.
Menn eru hér að drilla mér með því,
að þið neitið mér um vena poetica, þar
sem þið eigið að hafa sagt á ísl. fundi,
að í Rvík sé ekkert skáld. Eg veit, að
þetta er einhver misskilningur.
Þinn
Gestur.
Gestur lifir um efni fram, gerist skuld-
um vafinn — og því fór sein fór, eins og
fram kemur í næsta bréfi.
1) Bjarnarsyni, ritstjóra Heimdalls.