Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 46

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 46
284 KRISTJÁN ALBERTSSON ANDVARI Rvík 5/4 85. Kæri Hannes! Rukkarar mínir innléndir og útlendir gengu fyrir fortölur ýmsra fjandmanna minna (J. Ól., Sigf. Eymundssonar o. fl.) svo hart að mér, að eg neyddist til að láta gera mig „fallít". Reyndar get eg haft það töluvert skárra að vissu leyti eptir en áður, en humörið stendur þó fremur lágt for öjeblikket, eins og þú getur nærri. Blessaður vertu nú milligöngumaður fyrir mig við Sigurð Hjörleifsson, að hann scndi mér fréttir áfram. Eg hef nl. alltaf svikið hann um borgun, af því eg hef verið að gera allt sem eg hef getað til þess að forhindra katastrófuna; en úr því hún nú einu sinni er komin, þá er ekk- ert um að tala nema taka öllu með knús- andi ró. Þar af leiðir að eg ckki get sint Sigurði neitt núna, enda er það ekki hættulaust fyrir mig, því eg get reiknað að peningar frá mér yrðu exekveraðir út af pósthúsinu hér nú sem stendur. Þegar líður fram á vorið, hægist mikið um fyrir mér og þá skal eg á einhvern hátt senda Sigurði borgun, því eg skal undir öllum kringumstæðuni ékki svíkja hann. Bless- aður reyndu við hann fyrir mig að halda áfram með fréttirnar fyrir mig eina eða tvær ferðir enn, þangað til hægist eitt- livað um fyrir mér. Eg er að skrifa sögu, sem á að heita „Sveitasæla". Eg ætla að lýsa í henni hve kjör fátæks bónda eru hörmuleg og hve óendanlega næringssorg er stærri en allar aðrar sorgir. Eg ætla að reyna til með henni að vekja eptirtekt landa okkar á því, að eina lífsnauðsynjaviál íslands er að bæta efnahag manna c: láta sér umfram allt annt um alþýðumenntun og atvinnuvcgi, því með því einu mótinu er hægt að frelsa menn frá þeirri hörm- ungagröf fátæktar og eymdar, sem margur íslenzkur hóndi hýr í, svo hann sér aldrei sólarljósið. Það er nærri því synd af mönnum hér að tala um aðra pólitík en þá að reyna að koma landinu eitthvað upp í materiellu og intellectuellu tilliti. Tómar og holar doktriner, pólitískar dok- triner, er enginn plástur fyrir hungur og andlegan peisuskap, en úr þeim tvö- falda fjárkláða eyðileggst þjóð vor, ef ráð er ekki tekið í tíma. Líði þér sem bezt. Þinn Gestur Pálsson. Suðri kemur út 22. apríl 1885 án þess Gests sé þar getið sem ritstjóra. Ábyrgð á blaðinu ber Einar Þórðarson, „útgefandi og prentari". í fréttadálki segir: „Búslóð eand. phil. Gests Pálssonar var 17. þ. m. tekin til meðferðar af skiptarétti bæjarins sem þrotabú." Fréttin hafði verið nokkru nákvæmari í Þjóðólfi, 18. apríl; þar segir að eftir virðingu sé sagt að „reitur ritstjór- ans hafi hlaupið undir 150 kr.“ — en „upphæð skuldanna veit líklega enginn ncma sá, sem allt veit, nemur líklega ekki undir 2—3 þúsundum utan lands og inn- an.“ 29. apríl er Gestur aftur tekinn við ritstjórn Suðra, og heldur blaðinu úti til ársloka 1886. Gestur Pálsson og Jón Ólafsson áttu eftir að sættast. Þegar Jón er á förum til Ameríku 1890 mælir Gestur fyrir minni hans í kveðjusamsæti. Skömmu síðar fer Gestur sjálfur vestur, á þá eftir eitt ár ólifað, og þann tíma eru þeir Jón miklir mátar. 2. Bertel E. Ó. Þorleifsson. Bertel E. Ó. Þorleifsson, fæddur 1857, ólst upp hjá fátækri móður í litlu húsi í vesturbænum í Reykjavík, Vaktarabænum, sem enn stendur (Garðastræti 23). Hann er hvers manns hugljúfi, kvennagull og gleðimaður, fljótur að eignast vini. Hann verður stúdent ári áður en Hannes Ilaf- stein, skrifar honum fyrsta Hafnarveturinn; fyrri hluti bréfsins hefur glatazt, en eftir- skrift varðveitzt:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.