Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 47

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 47
ANDVARI BRÉF VFRÐANDI-MANNA TIL IIANNESAR HAFSTEINS 285 4/3 80. Almennar frjettir færð þú náttúrlega í blöðunum, svo sem um banatilræði við Alex. Rússakeisara. Ljótir eru Nihilist- arnir í Rússlandi, að sprcngja upp mat- salinn í vetrarhöllinni, og bágt á keisara- kindin, að mega aldrei um frjálst höfuð strjúka, og verða ávallt [að] búast við skotum eða öðrum skelfilegum dauðdaga. Af oss löndum hér í Höfn er fátt að frjetta, við lifum við þetta gamla, alltaf íjelausir en þó aldrei matlausir. Það er satt, jeg þakka þjer ástsamlega fyrir allar fjárheimtur, og kvitta hjermeð fyrir þær 59 krónur, sem jeg hef meðtekið frá þjer, og sem er meira fje, en mjer nokkru sinni datt í hug að þú gætir skrapað saman fyrir skruddur mínar og hjá skuldunaut- um. Við sleppum Einari. Hvað á jeg að gjöra við bókaskápinn minn heima? Getur þú ekki selt hann fyrir eitthvað. En svo jcg snúi mjer aptur að löndum, þá er það af oss að segja, að vjer hjeldum dansleik mikinn þann 27/2, sama dag sem póstskipið kom hingað, dansleikur- inn stóð í Kuckers restauration francaise í Hufuðvarðar [sic] götu, rjett við Kongs- ins nýjatorg, hófst kl. 7 og endaði kl. 2. Þar voru 42 íslendingar, karlar og konur, saman komnir, skemtun ágæt, húsrúm dágott, það var þar, sem vani er að halda íslendingafjelag á hverju laugardags kveldi. Bróðir og systir Niels Finsen voru með, systir Niels er lagleg og fjörug stúlka. Sumar íslenzkar rneyjar voru í skautbúningi, svo sem Laufey, systir Þór- halls.1) Jeg bauð Sigríði Helgadóttur, hún hefur aðalumsjón yfir fæði sjúkl- inga á kgl. Friðriksspítalanum, er lag- legur kvenmaður, og skörungur mikill. Þar eð jeg var á balli hjá frú Rée á þriðjudagskveldið, gat jeg ekkert skrifað í gær fyrir leti, annars skemmti jeg mjer þar ágætl. saman við ofursta, og yndis- legar hefðarmeyjar, kjaptaði von úr viti, og dansaði mig dauðþreyttan, jeg á því eptir öll brjef óritin og kemst sjálfsagt í skömm með þau eins og vant er. Þess vegna læt jeg hjer við lenda í þetta sinn, bið að heilsa þeim, sem jeg get ekki skrifað, og kveð þig með kossi. Þinn elskandi vinur Bertel Þorleifsson. Sigríður Helgadóttir — sem átti eftir að koma mikið við sögu Bertels — var á þessu ári 35 ára gömul; hafði komið 19 ára til Hafnar. Hún hafði um langan aldur reikn- ingshald Friðriksspítala eins og Bertel segir. ,,Hjá íslendingum í Höfn var hún í mesta áliti. Margir þeirra álitu hana merkustu íslenzka konu þar í bæ . . . Það myndaðist hirð í kringum hana, því hin gestrisnasta var hún, og almennt virt.“ (Indriði Einars- son: Menn og listir). Hún var i miklu vin- fengi við margt hefðarfólk í Höfn, og lík- legt að hún hafi komið Bertel í kynni við fjölskyldur af þeim stigum. Hún giftist ekki, flutti til Reykjavíkur 1905, dó þar 1927. Haustið 1880 kemur Hannes Hafstein til Hafnar. Bertel er boðinn um jólin til Odense af vini, sem heitir Theodór; virðist hafa verið þar áður, og þá kynnzt systur Theodórs, sem hann nefnir Telse og Telia, og hefur skrifazt á við. P.t. Odense 31/12 — 80. Kæri vinur. Jeg er fyrir löngu kominn til Öðins- eyjar, eins og þú getur ímyndað þjer, en hef hingað til ekki haft næði til að skrifa. Frá ferðinni er fátt að segja, vor för var klaklaus heim til meyja, og er við kom- um þangað, þar, þægilegt allt sem fyrr- um var. Theodór kom mjer í kynningu við elzta bróður þeirra á járnbrautarstöðv- unum, hann kom þangað til að taka í mót okkur, jeg hef ekki sjeð hann fyrr þar eð hann hefur verið suður í Kíl [sic], 1) Bjarnarsonar, síðar biskups.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.