Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 52

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 52
290 KRISTJÁN ALBERTSSON ANDVARI gcta lesið Æsthetik og hvernig studii væri varið. Þú gjörir mér meiri greiða með því, en þú getur ímyndað þér, og eg treysti þér til að segja mér það greini- lega, sem góðurn vini þínum. Það er kominn allra mesti fítungur í mig með að fara ekki í hundana, hvað sem úr því verður. — Segðu mér líka góði, hvað Skarphéðni líður.1) Eg er afar forvitinn. Mér hefur dottið í hug eitt dramatískt thema, en þó að eg tæki það einhvern tíma fyrir, þá get eg ekki ímyndað mér, að því gæti orðið lokið, fyrr en eftir svo sem 10 ár. Themaið er Galdra-Loftur. Það verður annars líklegast ekkert úr því fyrir mér. — Eg veit ekkert um kvæði mín, því eg hef engin skeyti fengið frá Jóni Ólafssyni um það. Það er verið að prenta Þjóðólf nú með byrjun á sögu eftir mig, sem heitir „Orgelið". Annað hef eg ekkert gjört í sumar, ekki einu sinni nokkra lausavísu. Hræringar eru allmiklar hér í skól- anum, þó að þær séu enn ekki farnar að brjótast út. Flestir hinir betri rnenn vilja nú hætta öllum ríg og fjandskap, lifa saman skikkanlega og friðsamlega og búa enn til eitt allsherjar félag. Hvort þeir séu fleiri, sem eru á móti því, veit eg enn ekki. En víst er um það að eitt- hvað gjörist sögulegt bráðum í skólanum, liver afdrif sem það hefur. En það get eg sagt þér fyrir víst að eitthvað breytist forholdið milli félaganna frá því, sem upphaflega var ætlast til. Komist sam- eining ekki á verður Opposition og fjand- skapur hér í skólanum, cf til [vill] verri en nokkru sinni áður. Eg segi þér það fyrir satt, að þegar Jón Þorkelsson er orðinn flokksforingi og einvaldur öðrumegin, þá 1) Hannes var byrjaður á kvæði sínu Skarp- héSinn í brennunni áður en hann fór að heiman. mun cklci friðvænlega á horfast. Enda er Ingólfur nú á góðum vegi í þá stefnu. 5 nýsveinar hafa verið teknir inn, og standi Ingólfur að hausti, munu langtum fleiri komast inn í hann, ef að eins verður hægt að fá fat í þá. — Glímufélag er að myndast hér i skólanum; á sunnudag- inn kemur verður lesið upp frumvarp til laga fyrir það. Bindisfélagið [sic] mun halda sinn fyrsta fund á þessu skólaári bráðlega og tekur víst inn alla busana. 123 í skóla. Enginn kenndur síðan skóli var settur. Lárus Jóhannesson og Halldór Bjarnarson sviftir ölmusu fyrir fyllirí og slagsmál inni hjá Jörundi áður en skóli var settur. Eg sendi þér myndirnar, sem þú baðst mig um, með þessum miða. — Líði þér jafnan sem bezt. Vinur þinn Einar Hjörleifsson. Einar siglir til Kaupmannahafnar haustið 1881, leggur stund á stjórnfræði við há- skólann; en lítið mun hafa orðið úr námi, hugurinn allur við fagrar bókmenntir. Hann kvæntist sumarið 1885 danskri konu, Maren Mathilde Petersen; þau fara til Ameríku nýgift, setjast að í Winnipeg undir veturinn. Þau eignast tvo drengi, sem báðir deyja á fyrsta ári, og móðir þeirra úr barnsfarasótt að síðari drengnum, 1887. Einar kvæntist síðari konu sinni, Gíslínu Gísladóttur, 22. september 1888. — Hann var ritstjóri Heimskringlu nokkrar vikur 1886, en fær ekki örugga fótfestu þar vestra fyrr en hann gerist ritstjóri Lögbergs í ársbyrjun 1888. Undir áramótin skrifar hann Hannesi Hafstein, segir honum frá lífi sínu af fáorðri einlægni, stillir orðum sínurn í hóf, um allt sem hann hefur mátt reyna. Mrs. Jónasson, sem hann minnist á, er Rannveig, frændkona Hannesar og upp- eldissystir, sem er gift Sigtryggi Jónassyni, einum af stofnendum og eigendum Lög- bergs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.