Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1962, Page 53

Andvari - 01.10.1962, Page 53
ANDVARI ISHÍi.1' VERÐANDI-MANNA TIL IIANNESAR IIAFSTEINS 291 Office of The Lögherg Printing Co. Book and Job Printers. 35 Lombard Str. Winnipeg, Man., 21. desember 1888. Bezti vinur! Langt er nú orðið síðan við skildum á Kvæsthússbrúnni í Kaupmannahöfn sumarið 1885, og misjafnt hefur það verið fyrir mig —• ákaflega misjafnt. Stundum hefur mjer fundizt það heldur til strangt. Það er óviðfeldið að missa konuna sína og 2 börn á sama árinu. Og fleira hefur verið örðugt, andstætt og óviðfeldið. En það hefur jafnazt furðan- lega og blessunarlega. Og hjer sit jeg þá sem kvæntur í annað sinn og ritstjóri Lögbergs, í rifrildi við ýmislegt og ýmsa, og vanalega þreyttur mjög, þegar jeg leggst til svefns. Jeg hef að öllu samanlögðu ástæðu til að una vel hag mínum, og jeg geri það líka. Konan er falleg og gáfuð, og mjer þykir undurvænt um hana. Blaðið held jeg ætli að erviða sig áfram, og jeg geri mjer von um að þurfa ekki að verða í mjög miklu basli, ef jeg hef heilsu. Jeg hefi enda hálft í hvoru von um að ein- hver merki kunni að sjást eptir starf mitt, þegar stundir líða fram, þó að þau auð- vitað verði lítil. Það gengur ekkert að mjer, og mjer þykir það einna rnest að, hve Mrs. Jónasson er lasin. Auðvitað er margt að —- en jeg er farinn að læra að færa kröfurnar til lífsins niður, langt, langt. Eitt er víst, jeg sje ekki eptir að hafa farið hingað vestur. Jeg geri mjer í hugar- lund að jeg hafi þroskazt hjer meira, en mjer mundi hafa tekizt annars staðar, þar sem jeg hefði átt kost á að vera. Hjer hefur opnazt fyrir mjer nýr heimur, nýir heimar: líf Ameríkumanna og ensku (ekki ameríkönsku) bókmenntimar. Það hefur einhvern veginn ekkert orðið úr því fyrir mjer að lesa am. rithöfundana. Augu mín hafa beinlínis ekki upp lok- izt fyrir þeim. En þegar jeg lít yfir það á eptir, finnst mjer sem jeg eigi sumum Englendingum líf mitt að launa. Þegar jeg vakti á nóttunni í fyrra vetur, og það gerði jeg flcstar nætur lengi, marga tíma — þá las jeg Englands-sögu Macaulays upp aptur og aptur. Og guði sje lof fyrir þá bók! Jeg gæti skrifað þjer ósköp langt brjef. Það skýtur svo mörgu upp í huga mínum, einmitt nú. Mig hálf-langar til að segja þjer það allt saman. En jeg ætla ekki að gera það. Fyrst og fremst mundi jeg ekki hafa tíma til þess, og í öðru lagi þykir mjer ekkert sjerlega líklegt að þjer þætti þeim tima sjerstaklega vel varið, sem þú þyrftir til að lesa það. Því að í sjálfu sjer er það auðvitað ómerkilegt — alveg það sama, scm svo fjölda margir aðrir hafa að segja. Og svo átti nú þetta að vera „busi- ness“-brjef. Jeg hef skrifað ofurlítinn sögu-þátt. Jeg held það sje nú helzta afreksverkið mitt síðan jeg kom vestur. Því að jeg stend í þeirri meiningu að þessi þáttur sje fremur vel skrifaður. Það getur, vita- skuld, verið tóm ímyndun. En jeg held samt að það sje eitthvað i því. Mig langar til að koma þessu á prent. En þó að jeg sje nú sjálfur meðeigandi í prentsmiðju, þá býst jeg ekki við að geta það hjer nema mjcr í skaða. Og enn hef jeg ekki efni á að skaðast. Það kostar okkur fjór- um sinnum meira að prenta hverja örk hjer en í Reykjavík. Jeg ímynda mjer að sagan sje eitthvað viðlíka löng eins og fyrirlestur Gests1) um lífið í Reykjavík. Geturðu fengið nokkurn til að gefa þetta út? Jeg á auðvitað ekki við að kaupin yrðu fullgerð fyrr en sagan kæmi heim 1) Pálssonar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.